
Fylki var spáð upp úr Lengjudeildinni í sumar eftir öflugan vetur þar sem liðið fór í úrslti Lengjubikarsins og hélt að lang mestu leyti sínum leikmannahópi frá árinu áður þar sem liðið féll úr Bestu deildinni.
Gengi liðsins hefur ekki verið gott í byrjun móts, liðið er í tíunda sæti með sjö stig eftir níu umferðir. Fylkir tapaði 1-2 gegn HK á föstudagskvöld. Liðið hefur ekki náð að sýna það sem búist var við í deildinni undir stjórn Árna Freys Guðnasonar sem var ráðinn þjálfari liðsins síðasta haust.
Fótbolti.net ræddi við Rangar Pál Bjarnason, formann fótboltadeildar Fylkis, í dag.
Gengi liðsins hefur ekki verið gott í byrjun móts, liðið er í tíunda sæti með sjö stig eftir níu umferðir. Fylkir tapaði 1-2 gegn HK á föstudagskvöld. Liðið hefur ekki náð að sýna það sem búist var við í deildinni undir stjórn Árna Freys Guðnasonar sem var ráðinn þjálfari liðsins síðasta haust.
Fótbolti.net ræddi við Rangar Pál Bjarnason, formann fótboltadeildar Fylkis, í dag.
„Staðan á karlaliðinu í töflunni er alls ekki nógu góð, engan veginn. Það vita allir," segir Ragnar Páll.
„Við erum náttúrulega alltaf í samtali við Árna og alla í kringum liðið, alla daga. Við erum að reyna greina stöðuna og velta öllu við, eins og gengur. Það eru engra frétta að vænta úr Árbænum, ekki í bili," sagði formaðurinn þegar spurt var út í stöðu þjálfarans.
Hvernig finnst þér spilamennska liðsins? Eru teikn á lofti?
„Það er eitthvað sem vantar upp á, það er verið að reyna finna út úr því hvernig er hægt að laga það. Það er ferli sem er í gangi. Það er enginn sáttur við þetta svona, hvorki við, né Árni, leikmenn eða stuðningsmenn."
Tilfinning Ragnars Páls er að ákefðin í liði Fylkis hafi verið meiri í síðustu leikjum en þar á undan. „Aðeins meira að frétta í síðustu leikjum, en það hefur ekki dugað til."
Hann gat leyft sér að gleðjast yfir endurkomu Emils Ásmundssonar á völlinn. „Það er gífurlega gott. Þó að það sé alls ekki það sem við ætlum að skýla okkur á bakvið, meiðsli og svoleiðis, þá munar um allt og alla. Emil er lykilmaður í þessu liði."
Kvennalið Fylkis er líka í brasi, liðið er í 9. sæti Lengjudeildarinnar, í fallsæti eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni í fyrra.
„Heilt yfir er staðan á meistaraflokkunum í Fylki ekki góð og við erum að leita allra leiða til að gera eitthvað í því. Það kemur kannski minna á óvart kvennamegin, en við ætluðum samt ekki að vera á þessum stað. Það er bara áfram á hnefunum," segir formaðurinn.
Kvennaliðið á útileik gegn ÍBV á morgun og karlaliðið heimsækir Völsung á Húsavík á laugrdag.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 12 | 7 | 4 | 1 | 21 - 8 | +13 | 25 |
2. Njarðvík | 12 | 6 | 6 | 0 | 30 - 12 | +18 | 24 |
3. HK | 12 | 7 | 3 | 2 | 24 - 13 | +11 | 24 |
4. Þróttur R. | 12 | 6 | 3 | 3 | 23 - 20 | +3 | 21 |
5. Þór | 12 | 6 | 2 | 4 | 28 - 19 | +9 | 20 |
6. Keflavík | 12 | 5 | 3 | 4 | 25 - 18 | +7 | 18 |
7. Grindavík | 12 | 4 | 2 | 6 | 28 - 36 | -8 | 14 |
8. Völsungur | 12 | 4 | 2 | 6 | 18 - 27 | -9 | 14 |
9. Fylkir | 12 | 2 | 4 | 6 | 16 - 20 | -4 | 10 |
10. Selfoss | 12 | 3 | 1 | 8 | 13 - 25 | -12 | 10 |
11. Fjölnir | 12 | 2 | 3 | 7 | 14 - 27 | -13 | 9 |
12. Leiknir R. | 12 | 2 | 3 | 7 | 12 - 27 | -15 | 9 |
Lengjudeild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 10 | 8 | 1 | 1 | 41 - 7 | +34 | 25 |
2. HK | 10 | 6 | 1 | 3 | 21 - 15 | +6 | 19 |
3. Grótta | 9 | 6 | 0 | 3 | 24 - 14 | +10 | 18 |
4. Grindavík/Njarðvík | 10 | 5 | 2 | 3 | 17 - 15 | +2 | 17 |
5. KR | 9 | 5 | 1 | 3 | 22 - 21 | +1 | 16 |
6. Keflavík | 9 | 3 | 3 | 3 | 14 - 12 | +2 | 12 |
7. Haukar | 9 | 3 | 1 | 5 | 12 - 22 | -10 | 10 |
8. ÍA | 9 | 2 | 3 | 4 | 12 - 17 | -5 | 9 |
9. Fylkir | 10 | 2 | 0 | 8 | 14 - 28 | -14 | 6 |
10. Afturelding | 9 | 1 | 0 | 8 | 3 - 29 | -26 | 3 |
Athugasemdir