
„Ánægður með liðið og sigurinn. Við sýndum gríðarlegan karakter og heilt yfir virkilega ánægður með mína menn, hvernig þeir börðust og unnu þennan sigur." sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs eftir 2-1 sigurinn á HK í Kórnum í kvöld.
„Þetta var aðeins öðruvísi en ég bjóst við, áttum mjög fín móment í fyrri hálfleik en kannski ekki mikið um færi hvorumegin. Við löguðum aðeins hvernig við ætluðum að verjast boltunum þeirra afturfyrir og það gékk mjög vel. Það var fullmikið bras á okkur þegar þeir voru að setja boltann afturfyrir og vorum búnir að skoða vel þannig að við gerðum það bara enþá betur í seinni hálfleik."
„Við pössuðum boltann ekki nógu mikið og þeir spörkuðu okkur niður sem við vissum að þeir myndu gera en mér fannst við mjög nálægt því að vera góðir ef við hefðum unnið nágvígin okkar aðeins betur í fyrri hálfleik og þá hefðum við verið betra liðið."
Það var mikið stopp í síðari hálfleiknum og það uppbótartíminn í Kórnum í kvöld lýsti síðari hálfleiknum ágætlega en það voru tíu mínútum bætt við seinni hálfleikinn.
„Kannski er það rétt hjá þér og það kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum og þeir kannski náðu ekki takti."