Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   fös 20. júní 2025 22:11
Anton Freyr Jónsson
Árni Freyr: Galið að fara breyta þegar öll tölfræði er með okkur í hag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er búið að vera svona í allt sumar í öllum leikjunum nema leiknum sem við unnum og þetta er bara orðið ömurlegt." sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis eftir tapið gegn HK á heimavelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 HK

„Ég veit það ekki, ef við vissum það þá værum við búnir að laga það. Við erum að komast í mjög margar góðar stöður og ég er búin að segja þetta sama í síðustu sjö leikjum, ég veit ekki hvað þetta er. Þetta er partur af óheppni, partur af gæðaleysi og partur af röngum ákvörðunum hjá okkur þannig þetta er bara bland í poka."

Fylkir kemst yfir í leiknum eftir frábært mark frá Eyþóri Aron Wöhler. Hvar fannst Árni þessi leikur tapast?

„Við skorum allaveganna mark og boltinn virðist allaveganna á myndbandi ekki vera farinn útaf og leikmenn sem voru að hita upp þarna hliðin á sögðu að hann væri aldrei farinn útaf og þá hefðum við komist í 2-1 og kannski lagst niður og lokað leiknum eins og þeir gerðu og stuttu seinna skora þeir og það er náttúrulega risa atriði en við getum bara sjálfum okkur um kennt."

Fylkir var einum fleiri en HK missti Haukur Leif Eiríksson af velli á 67 mínútu.Árni var svekktur að liðið skyldi ekki ná að nýta sér þann liðsmun.

„Við láum á þeim inn í teig og fáum nokkur færi og Óli ver vel í markinu en það er eins og það séu einhver álög á okkur að boltinn vill ekki inn. Það er bara að halda áfram, það þýðir ekkert annað."

„Við gerðum taktískar breytingar í dag, við spiluðum töluvert öðruvísi en við höfum gert í undanförnum leikjum og útkoman er sú sama, við erum yfir í öllum þáttum leiksins þannig við þurfum bara að treysta því projecti og það væri galið að fara breyta þegar öll tölfræði sýnir það að við erum að komast í réttu svæðin og búa til færi. Við þurfum bara að koma boltanum yfir línuna."


Athugasemdir
banner
banner