Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 20. júní 2025 22:11
Anton Freyr Jónsson
Árni Freyr: Galið að fara breyta þegar öll tölfræði er með okkur í hag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er búið að vera svona í allt sumar í öllum leikjunum nema leiknum sem við unnum og þetta er bara orðið ömurlegt." sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis eftir tapið gegn HK á heimavelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 HK

„Ég veit það ekki, ef við vissum það þá værum við búnir að laga það. Við erum að komast í mjög margar góðar stöður og ég er búin að segja þetta sama í síðustu sjö leikjum, ég veit ekki hvað þetta er. Þetta er partur af óheppni, partur af gæðaleysi og partur af röngum ákvörðunum hjá okkur þannig þetta er bara bland í poka."

Fylkir kemst yfir í leiknum eftir frábært mark frá Eyþóri Aron Wöhler. Hvar fannst Árni þessi leikur tapast?

„Við skorum allaveganna mark og boltinn virðist allaveganna á myndbandi ekki vera farinn útaf og leikmenn sem voru að hita upp þarna hliðin á sögðu að hann væri aldrei farinn útaf og þá hefðum við komist í 2-1 og kannski lagst niður og lokað leiknum eins og þeir gerðu og stuttu seinna skora þeir og það er náttúrulega risa atriði en við getum bara sjálfum okkur um kennt."

Fylkir var einum fleiri en HK missti Haukur Leif Eiríksson af velli á 67 mínútu.Árni var svekktur að liðið skyldi ekki ná að nýta sér þann liðsmun.

„Við láum á þeim inn í teig og fáum nokkur færi og Óli ver vel í markinu en það er eins og það séu einhver álög á okkur að boltinn vill ekki inn. Það er bara að halda áfram, það þýðir ekkert annað."

„Við gerðum taktískar breytingar í dag, við spiluðum töluvert öðruvísi en við höfum gert í undanförnum leikjum og útkoman er sú sama, við erum yfir í öllum þáttum leiksins þannig við þurfum bara að treysta því projecti og það væri galið að fara breyta þegar öll tölfræði sýnir það að við erum að komast í réttu svæðin og búa til færi. Við þurfum bara að koma boltanum yfir línuna."


Athugasemdir
banner
banner
banner