Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 18. júlí 2025 22:10
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík vann í kvöld afar dramatiskan sigur á liðið Fjölnis er liðin mættust í Lengjudeild karla í kvöld en lokatölur urðu 5-4 Keflavík í vil. Fátt stefndi þó í sigur Keflavíkur þegar um 10 mínútur voru eftir að venjulegum leiktíma en á þeim tímapunkti leiddu gestirnir úr Grafarvogi 4-2. Keflvíkingar bitu þá heldur betur í skjaldarrendur og uppskáru að lokum 5-4 sigur sem fyrr segir. Haraldur Guðmundsson þjálfari þeirra var því að vonum nokkuð létt í leikslok.

Lestu um leikinn: Keflavík 5 -  4 Fjölnir

„Hörku fótboltaleikur hérna í Keflavík á föstudagskvöldi. Frábærar aðstæður og bæði liðin að reyna spila sóknarbolta. 5-4 sigur og ég er hrikalega ánægður með endurkomuna og það var frábært að vinna þennan leik.“

Sóknarleik buðu liðin vissulega upp á en fyrir gamlan varnarjaxl eins og Harald var varnarleikurinn varla boðlegur eða hvað?

„Nei hann var alls ekki boðlegur. Það gengur ekki upp á 45 mínútum á heimavelli að við séum að fá á okkur þrjú mörk. Við fórum vel yfir það í hálfleik og nokkur vel valin orð voru látin falla og menn voru staðráðnir í að gera betur.“

Þegar skammt var til leiksloka leiddi Fjölnir sem fyrr segir 4-2. En sagt er að mörk breyti leikjum og það geta varamenn svo sannarlega gert líka en þrír varamenn gerðu þrjú mörk á um 8 mínútna kafla fyrir Keflavík og tryggðu þeim þar með sigurinn.

„Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið inná skiptingar í heimsklassa? “

Gengi Keflvíkur til þessa í sumar hefur verið nokkuð brokkgengt. Liðinu var spáð velgengni en liðinu hefur gengið illa að finna stöðugleika. Eru menn í Keflavík að meta tímabilið til þessa sem vonbrigði?

„Ja og nei. Fyrir mót settum við okkur það markmið að vinna deildina og til vara að fara í umspilið og komast þannig upp og markmiðin okkar voru klár og skýr að fara upp um deild. Þegar mótið var svo hálfnað vorum við staðráðnir í því að endurskoða okkur og fókusa á að komast í umspilið og taka einn leik í einu. “

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner