Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   fös 18. júlí 2025 22:10
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík vann í kvöld afar dramatiskan sigur á liðið Fjölnis er liðin mættust í Lengjudeild karla í kvöld en lokatölur urðu 5-4 Keflavík í vil. Fátt stefndi þó í sigur Keflavíkur þegar um 10 mínútur voru eftir að venjulegum leiktíma en á þeim tímapunkti leiddu gestirnir úr Grafarvogi 4-2. Keflvíkingar bitu þá heldur betur í skjaldarrendur og uppskáru að lokum 5-4 sigur sem fyrr segir. Haraldur Guðmundsson þjálfari þeirra var því að vonum nokkuð létt í leikslok.

Lestu um leikinn: Keflavík 5 -  4 Fjölnir

„Hörku fótboltaleikur hérna í Keflavík á föstudagskvöldi. Frábærar aðstæður og bæði liðin að reyna spila sóknarbolta. 5-4 sigur og ég er hrikalega ánægður með endurkomuna og það var frábært að vinna þennan leik.“

Sóknarleik buðu liðin vissulega upp á en fyrir gamlan varnarjaxl eins og Harald var varnarleikurinn varla boðlegur eða hvað?

„Nei hann var alls ekki boðlegur. Það gengur ekki upp á 45 mínútum á heimavelli að við séum að fá á okkur þrjú mörk. Við fórum vel yfir það í hálfleik og nokkur vel valin orð voru látin falla og menn voru staðráðnir í að gera betur.“

Þegar skammt var til leiksloka leiddi Fjölnir sem fyrr segir 4-2. En sagt er að mörk breyti leikjum og það geta varamenn svo sannarlega gert líka en þrír varamenn gerðu þrjú mörk á um 8 mínútna kafla fyrir Keflavík og tryggðu þeim þar með sigurinn.

„Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið inná skiptingar í heimsklassa? “

Gengi Keflvíkur til þessa í sumar hefur verið nokkuð brokkgengt. Liðinu var spáð velgengni en liðinu hefur gengið illa að finna stöðugleika. Eru menn í Keflavík að meta tímabilið til þessa sem vonbrigði?

„Ja og nei. Fyrir mót settum við okkur það markmið að vinna deildina og til vara að fara í umspilið og komast þannig upp og markmiðin okkar voru klár og skýr að fara upp um deild. Þegar mótið var svo hálfnað vorum við staðráðnir í því að endurskoða okkur og fókusa á að komast í umspilið og taka einn leik í einu. “

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner