Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 26. ágúst 2020 15:49
Magnús Már Einarsson
Faðir Messi mættur til Manchester
Hvert fer Messi?
Hvert fer Messi?
Mynd: Getty Images
Jorge, faðir Lionel Messi, er mættur til Manchester til að fara í viðræður við Manchester City. Þetta segja fjölmiðlar á Spáni.

Messi tilkynnti Barcelona í gær að hann vilji fara frá félaginu eftir að hafa spilað með því alla sína tíð.

Hinn 33 ára gamli Messi telur að hann hafi klásúlu um að mega fara frítt en skilningur Barcelona er hins vegar annar.

Jorge, faðir Messi, er strax mættur til Manchester til að ræða um tveggja ára samning við Manchester City.

Pep Guardiola, stjóri City, vann með Messi í feykilegri velgengni Barcelona 2008-2012 og væri alveg til í að endurnýja samstarfið. Bak við tjöldin hjá City vinna svo Ferran Soriano og Txiki Begiristain sem voru hjá Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner