Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 27. júlí 2021 08:41
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: KSÍ 
Fyrstu leikjum Jörundar Áka með U16 frestað
Jörundur Áki ásamt Arnari Þór Viðarssyni þjálfara A-landsliðs karla.
Jörundur Áki ásamt Arnari Þór Viðarssyni þjálfara A-landsliðs karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Til stóð að U16 landslið karla myndi mæta Finnum í tveimur vináttuleikjum í ágúst og áttu báðir leikirnir að fara fram í Finnlandi, eins og tilkynnt var um miðjan júlí.

Í ljósi stöðu mála gagnvart Covid-19 hefur verið ákveðið að fresta leikjunum um óákveðinn tíma og kanna möguleikann á að setja leikina á dagsetningar seinna í haust.

Jörundur Áki Sveinsson tók nýlega við þjálfun liðsins og þetta áttu að verða því fyrstu leikir liðsins undir hans stjórn.

U16 karla hefur ekki spilað leik síðan í ágúst 2019, en Norðurlandamótið karlamegin var fellt niður í sumar ásamt leikjum liðsins árið 2020 vegna COVID-19.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner