Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   þri 29. júní 2021 10:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Fréttablaðið 
Forseti Demirspor segir kærustu Birkis hafa komið í veg fyrir skipti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason hefur að undanförnu verið orðaður við Adana Demirspor í Tyrklandi. Hann gekk í raðir Brescia á Ítalíu í janúar í fyrra en er nú með lausan samning.

Forseti Adana Demirspor segir að Birkir hafi heillast að tilboði félagsins en kærasta Birkis, Sophie Gordon, hafi komið í veg fyrir að Birkir skrifaði undir í Tyrklandi. Sophie hafi ekki litist á aðstæður í Tyrklandi.

Það er tyrkneski fjölmiðillinn D-smart sem ræddi við forsetann Murat Sancak. Fréttablaðið vakti athygli á þessu í morgun.

„Birkir Bjarnason kom til Adana með kærustu sinni. Þau borðuðu kebab og allt var í góðu. Svo olli kærastan vandræðum. Við sögðum, 'Ef þið vilji ekki koma til Adana þá gætum við leigt hús í Istanbul'. Þrátt fyrir það boð þá samþykkti Birkir ekki boðið," sagði Sancak.

Jose Fonte, Mario Balotelli og Younes Belhanda eru í viðræðum við félagið um samning en miðað við þetta bendir fátt til þess að Birkir skrifi undir hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner