Í gærkvöldi vann íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu frábæran 2-1 sigur gegn Albaníu í einum mikilvægasta landsleik sem liðið hefur spilað í háa herrans tíð.
Meira »
Sjaldan hefur eitt tiltekið mál ótengt fótbolta í ensku úrvalsdeildinni fengið jafn mikla athygli og meintir kynþáttafordómar Luis Suarez í garð Patrice Evra í viðureign Liverpool og Manchester United. Liggur nánast við að maður þurfi að fara aftur til kung-fu sparks Eric Cantona gagnvart stuðningsmanni Crystal Palace til að finna eins umdeildan atburð.
Meira »
Menn kunna að segja að ég sé að ýkja stórlega þegar ég segi að leikur KR og ÍF Fuglafjarðar í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld sé einn mikilvægasti leikur íslenskrar knattspyrnusögu, en ég segi það samt.
Meira »
Eins og margir knattspyrnuaðdáendur hafa tekið eftir er allt að verða vitlaust í sambandi við frétt sem birtist á frönsku íþróttasíðunni Mediapart sem birtist undir lok aprílmánaðar. Frétt þessi greindi frá því að franska knattspyrnusambandið hafi í laumi ákveðið að setja ákveðinn kvóta á svarta og norður-afríska leikmenn í franska landsliðinu. Laurent Blanc landsliðsþjálfari er sagður hafa verið með í þessum áformum sem tókst að skekja knattspyrnuheiminn í heild sinni.
Meira »
Í dag birtist skemmtilegur pistill um Osama bin Laden og tengsl hans við knattspyrnuna á vefsíðu Mirror Football og hef ég ákveðið að þýða hann ykkur lesendum til yndisauka.
Meira »
Þeir sem hafa gaman af fótbolta hoppuðu hæð sína af gleði þegar ljóst var að spænsku stórveldin Real Madrid og Barcelona myndu kljást hvorki meira né minna en fjórum sinnum á tæpum þremur vikum. El Clasico varð að Los Clasicos og þegar þessi grein er skrifuð er þremur af þessum fjórum leikjum lokið. Leik liðanna í deildinni lauk með 1-1 jafntefli, Madrídingar unnu spænska konungsbikarinn 1-0 og síðan unnu Börsungar 2-0 sigur í gærkvöldi í Meistaradeildinni.
Meira »
Nú fer heldur betur að styttast í hið stórskemmtilega íslenska fótboltasumar og vafalaust eru margir landsmenn orðnir spenntir að sjá hvernig sínu liði mun vegna. Á kaffistofum landsins eru þegar hafnar miklar pælingar um það hverjum mun vegna vel og hverjum illa og virðast allir hafa myndað sér einhvers konar skoðun hvað varðar komandi sumar, þó þær skoðanir séu vissulega ekki allar hlutlausar. Enda mega menn alveg halda því fram að þeirra lið sé betra í ár en fyrra, eða að þetta sé árið þar sem hlutirnir muni gerast! (Innsk: Ég er Liverpool maður og ætti að þekkja þessa tilfinningu.)
Meira »