Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mán 02. maí 2011 17:30
Alexander Freyr Tamimi
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Tengsl Osama Bin Laden við fótboltann
Alexander Freyr Tamimi
Alexander Freyr Tamimi
Bin Laden kíkti nokkrum sinnum á völlinn (ekki hægt að fullyrða að þetta sé hann)
Bin Laden kíkti nokkrum sinnum á völlinn (ekki hægt að fullyrða að þetta sé hann)
Mynd: Getty Images
Bin Laden var sjálfsagt í skýjunum með Aaron Ramsey og mark hans gegn Man Utd rétt áður en hann dó.
Bin Laden var sjálfsagt í skýjunum með Aaron Ramsey og mark hans gegn Man Utd rétt áður en hann dó.
Mynd: Getty Images
Í dag birtist skemmtilegur pistill um Osama bin Laden og tengsl hans við knattspyrnuna á vefsíðu Mirror Football og hef ég ákveðið að þýða hann ykkur lesendum til yndisauka.

Eins og þið hafið kannski heyrt, þá er Osama Bin Laden látinn. Aftaka þessa höfuðpaurs Al-Qaeda batt loks enda á tíu ára mannaveiðar þar sem hann var meðal annars sakaður um að vera stuðningsmaður Arsenal og var einnig talið að hann væri að skipuleggja að taka allt enska landsliðið af lífi. Hér förum við yfir tengsl Bin Laden við knattspyrnuna.

1) Þegar fréttir bárust stuttlega eftirárásirnar 11. september að Bin Laden hefði verið stuðningsmaður Arsenal á meðan hann bjó í London 1993-94, voru forráðamenn Lundúnarliðsins ekki lengi að banna hryðjuverkamanninn frá heimavelli sínum. Talsmaður félagsins sagði í nóvember 2001: „Við höfum sé fregnir um þetta í blöðunum. Að sjálfsögðu verður hann ekki velkominn á Highbury í framtíðinni.“ (Vonandi gilti þetta líka um Emirates)

2) Bin Laden var í raun ekki mikill stuðningsmaður Arsenal. Samkvæmt Adam Robinson, höfundi ævisögu hans, fór hann einungis á fjóra leiki með liðinu á meðan hann bjó á Englandi til að leita að fjármagni til að styrkja aðgerðir sínar. Nokkrir þessara leikja voru Evrópuleikir þegar Arsenal komst í úrslit Evrópukeppni bikarhafa.

3) Bin Laden yfirgaf London stuttu síðar til þess að koma í veg fyrir að vera framseldur til Sádí Arabíu. Hann var þó svo hrifinn af leikmanninum Ian Wright að hann keypti treyju merkta honum handa syni sínum Abdullah. Áðurnefndur Robinson segir að Bin Laden hafi aldrei séð jafn ástríðufullan hóp og áhorfendurna á Highbury, sem vekur upp spurningar um hvort að hann hafi í raun farið þangað í alvörunni.

4) Þegar tengsl Bin Laden við Arsenal voru kunngjörð, þá byrjuðu stuðningsmenn Tottenham að syngja lag með skemmtilegum texta: „Osama, woah woah, Osama, woah woah – He‘s hiding near Kabul, he loves the Arsenal!“ (Vonandi skilja sem flestir þetta lag)

5) Andlát Bin Laden hratt af stað öldu fótboltabrandara á Twitter. Meðal annars: „Þetta kennir honum að fagna sigri Arsenal gegn United ekki svona hávært“, „síðast þegar Arsenal vann bikar var Bin Laden í rólegheitunum meðal almennings“, „Bin Laden dó eftir að hafa hlaupið út á götu eftir sigur Arsenal og kallað: Come on you Gunners! (sem má þýða á ýmsa vegu)“ og síðast en ekki síst: „fyrirsögn hjá dagblaðinu Evening Standard: Bin Laden dáinn – ársmiði á Emirates til sölu!“.

6) Bin Laden fæddist í Riyadh í Sádí Arabíu árið 1957 og ólst upp sem mikill knattspyrnuunnandi. Æskuvinur hans, Khaled Batarfi, sagði: „Á sumrin hittumst við snemma á morgnanna eftir bænastund og spiluðum fótbolta. Við rifumst okkar á milli um hvað hefði verið brot og hvað hefði verið löglegt mark, en hann var sá eini sem reifst aldrei og slóst ekki. Hann spilaði bara upp á gamanið, en hann neitaði alltaf að rífast við okkur.“

7) Bókin The Looming Towers eftir Lawrence Wright málar nokkuð skýra mynd af því hvernig áhugi Bin Laden á fótbolta og trúarbrögðum mættist á miðri leið. Hann skrifaði: „Þegar þeir spiluðu fótbolta kom Osama með túnfisks- og ostasamlokur fyrir hina leikmennina, meira að segja þegar hann sjálfur var að fasta. Vegna hógværðar sinnar hætti hann að spila í fótboltastuttbuxum og spilaði í síðbuxum og félagar hans gerðu slíkt hið sama af virðingu við trú hans. Á meðan hádegismat stóð skipti hann liðsfélögum sínum í lið, nefnd eftir fylgisveinum spámannsins Múhammeðs, og spurði þá út í Kóraninn. „Abu Bakr“ hópurinn vann, myndi hann svo segja. Nú skulum við borða kökur.“

8) En gat Bin Laden eitthvað í fótbolta? Það er sagt að hann hafi verið ágætur markvörður þegar hann var yngri en lífvörður hans til fjögurra ára, Nasser al-Bahri, segir að Osama hafi verið góður framherji í „kickabout“ fótbolta en að hann hafi ekki verið mjög góður skallamaður, þar sem hann vildi aldrei fjarlægja túrbaninn sinn. Bin Laden var einnig frábær í blaki og sagði al-Bahri: „Hann var svo hávaxinn að hann þurfti ekki að hoppa til að smassa boltanum.“

9) Bin Laden skipulagði hryðjuverkaárás sem átti að eiga sér stað í leik Englands og Túnis á HM 1998. Samkvæmt rithöfundnum Jon Spurling, voru alsírskir menn á vegum Al-Qaeda búnir að fá vinnu á Stade Velodrome sem ræstingarmenn og áttu þeir að framkvæma árásina, sem hefði byrjað á sjálfsmorðssprengju sem yrði markverðinum David Seaman að bana. Í bréfi frá meðlimi Al-Qaeda, Ahmed Zaoui, kom áætlun Bin Laden fram: „Höfðinginn, megi guð blessa hann, biður okkur um að fylgjast með hreyfingum David Seaman, markvarðarins, Alan Shearer, frægasta leikmannsins, og þjálfarans Hoddle. Einnig, þökk sé guði, hefur athygli hans beinst að tveimur yngri leikmönnum sem eru að verða vel þekktir, David Beckham og Michael Owen. Við leggjum til að aðalmaður okkar hlaupi að Seaman og sprengi sig upp. Það verður merkið til hinna bræðrana um að láta til skarar skríða.“

10) Franskir leyniþjónustumenn komust að árásinni og fundu kort af leikvangnum ásamt myndum af leikmönnum enska liðsins á mönnum sem þeir handtóku.
banner
banner