Core þjálfun, kjarna þjálfun eða djúpvöðvaþjálfun eins og hún er oft kölluð er einn mikilvægasti þátturinn í þjálfun sem gleymist hjá alltof mörgum. Hvort sem um er að ræða á íþróttavellinum eða í daglegu amstri er djúpvöðvaþjálfun mjög mikilvæg. Í raun og veru byggist öll hreyfing á stöðugum og góðum djúpvöðvum.
Meira »
Góðan daginn kæru lesendur. Ég held að fyrirsögnin tali sínu máli svo allar frekari útskýringar eru óþarfar. Þessi listi er eingöngu skoðun höfundar en alls ekki starfsmanna vefsíðunnar Fótbolti.net.
Meira »
Eftir umræður Gareth Bale til Real Madrid í allt sumar hef ég ekki gert neitt annað en fylgjast með fótboltafréttum í tíma og ótíma og bíð eftir því að þetta gangi eða gangi ekki í gegn, hann stefnir á að verða dýrasti leikmaður heims ef hann fer til Real, £100 milljónir+ takk fyrir.
Meira »
Það er auðvelt fyrir meðal-Jón að sitja heima og agnúast yfir ákvörðun knattspyrnumannsins Arons Jóhannssonar um að leika með Bandaríkjum norður Ameríku. Það er auðvitað hægara sagt en gert að setja sig í spor hans. En hverju sem því líður geta allir haft skoðun á ákvörðun pilts um að leika fyrir aðra þjóð en sína og hér á eftir ætla ég, meðal-Jón sjálfur, að lýsa undrun minni.
Bæði á ákvörðun leikmannsins sem og þeim ótrúlega stuðningi sem hann fær frá fólki hérlendis fyrir það að velja að spila ekki fyrir landið sitt. Meira »
Bæði á ákvörðun leikmannsins sem og þeim ótrúlega stuðningi sem hann fær frá fólki hérlendis fyrir það að velja að spila ekki fyrir landið sitt. Meira »
Hvað geta litlu liðin á landsbyggðinni gert í baráttunni við stærri félög um unga efnilega leikmenn?
Meira »
Í síðustu viku skellti ég mér ásamt fjölskyldu minni á leik Íslands og Noregs á EM2013 í Kalmar í Svíþjóð. Við vorum öll afar spennt að fara sjá íslenska landsliðið spila og ekki skemmdi fyrir að það var sól og blíða í Kalmar þennan fallega fimmtudag.
Meira »
Eftir rúmlega hálftíma í bikarleik ÍBV og KR á sunnudaginn lentu þeir í samstuði Aaron Spear hjá ÍBV og Gunnar Þór Gunnarsson hjá KR. Í kjölfarið gengur Gunnar ógnandi fast upp að Aaron sem ber fyrir sig hendur með flötum lófum og ýtir á móti. Gunnar kastar sér niður eins og hann hefði orðið fyrir strætisvagni eða verið skotinn í brjóstið. Brostu allir viðstaddir að þessum tilburðum – líka KR-ingar. Allir aðrir en Magnús Þórisson, dómari leiksins. Hann kom hlaupandi yfir hálfan völlinn til þess að veifa rauðu spjaldi framan í Aaron Spear! Viðstaddir litu í forundran hver á annan – líka KR-ingar.
Meira »
Núna um miðjan júní var tekinn í notkun glæsilegur gerfigrasvöllur á KA svæðinu. Tel ég að sú stund verði talin ein af fjórum stærstu í sögu KA, hvað framkvæmdir varða. Vil ég hér með leyfa mér að þakka L-lista fólki og öðrum bæjarfulltrúum, sem studdu þetta.
Meira »
Íslandsmótið í yngri flokkum er farið af stað og eflaust margir farnir að hlakka verulega til sumarsins. Við þjálfarar í okkar félagi óskuðum sérstaklega eftir því við KSÍ á vordögum að við fengjum að skrá A-og C-lið til leiks í Íslandsmótið í 5.fl. kvk. Ástæða þess að við vildum ekki skrá lið okkar sem B-lið er sú að mikið er af nýjum stúlkum í fámennum hópi og hafa þær að undanförnu oftast fengið slæma útreið í leikjum B-liða s.s. í Faxaflóamóti og æfingaleikjum (erum örugglega ekki eina liðið í þessari stöðu).
Með þessari ósk okkar vonuðumst við eftir því að fá fleiri jafningjaleiki sem eflaust myndi auka líkurnar á að viðhalda áhuga og efla framfarir okkar stelpna. Meira »
Með þessari ósk okkar vonuðumst við eftir því að fá fleiri jafningjaleiki sem eflaust myndi auka líkurnar á að viðhalda áhuga og efla framfarir okkar stelpna. Meira »
Ánægjulegt að fá Fylki í lið með okkur til að vekja athygli á ferðakostnaði íþróttafélaga. Við höfum barist fyrir því að Alþingi standi við gefin fyrirheit um framlög í ferðasjóð íþróttahreyfingarinnar og fögnum hverjum þeim sem leggst á árarnar með okkur.
Fótbolti.net greindi frá því í víkunni að leikmenn karlaliðs Fylkis í knattspyrnu þyrftu sjálfir að borga hluta af fargjaldinu bikarleik gegn Sindra á Höfn. Valið stóð á milli tíu tíma rútuferðar fyrir 335 þúsund eða skottúrs með flugi á 690 þúsund. Meira »
Fótbolti.net greindi frá því í víkunni að leikmenn karlaliðs Fylkis í knattspyrnu þyrftu sjálfir að borga hluta af fargjaldinu bikarleik gegn Sindra á Höfn. Valið stóð á milli tíu tíma rútuferðar fyrir 335 þúsund eða skottúrs með flugi á 690 þúsund. Meira »