Arnar Kjartansson skrifar
Eins og margir vita þá hefur gengi Manchester United verið langt frá því að vera gott og sitja þeir þegar ég skrifa þessa grein í 7.sæti í úrvalsdeildinni. Ferguson hætti með stjórn liðsins í lok síðasta tímabils og tók fyrrum stjóri Everton, David Moyes, við liðinu. Flestir bjuggust við lélegu gengi hjá liðinu en ég held að enginn hafi búist við svona gríðatlegri dívu.
Eftir allt þetta hafa aðdáendur United skipst í 2 hópa, „moyes in“ og „moyes out“ og hefur mikið verið rifist í hóp stuðningsmanna Manchester United á facebook á hvor stuðningshópurinn hafi rétt fyrir sér. Semsagt menn rífast um hvort eigi að hlusta á Ferguson þegar hann talaði um að sýna nýja stjóranum traust þrátt fyrir að liðinu myndi ganga illa eða hvort hann ætti að vera rekinn vegna þess að hann sé bara ekki rétti maðurinn í starfið.
Persónulega tilheyri ég hópnum sem vill sjá Moyes vera rekinn. Eins og ég sagði fyrr í greininni þá bjóst maður alveg við slæmu gengi hjá liðinu en að sjá liðið sitja í 7.sæti, slá hvert sorglega metið á fætur öðru og tapa á heimavelli gegn liðum eins og Stoke og Sunderland bjóst ég aldrei við að sjá. Meistaradeildarsæti hefði maður sætt sig við en ekki að sjá liðið berjast við að halda sér í miðri deildinni.
Maður fer þá að spurja sig hvort að liðið muni enda eins og Liverpool, fara frá því að vera bestir í að berjast um afgangsstjörnur frá stærri liðum og keppast um að komast í meistaradeildarsætir ár eftir ár eða jafnvel enda eins og Leeds, falla neðar og neðar þangað til að þeir enda í 3.efstu deild í Englandi.
Sjálfur Gary Neville sagði fyrir stuttu að leikmannakaup í sumar myndu ekki leysa vandamál liðsins heldur lægi það í hvernig bolta liðið er að spila. Varnarmenn og miðjumenn pressa ekki nógu hátt upp á völlinn og virðist taktík liðisins vera gríðarlega einhæf og eru lið fljót að átta sig á hvernig best sé að spila gegn United og sást það sérstaklega vel gegn Fulham. Og það liggur í augum uppi hver er ábyrgur fyrir þessu, sjálfur David Moyes.
Í umræðum stuðningsmanna liðsins eru menn sem ásaka „moyes out“ stuðningsmenn að vera einskonar „plastic fans“ en það eru stuðningsmenn sem að styðja liðið aðeins þegar því gengur vel. Ég tel hvorki mig né hina sem eru sammála mér um Moyes tilheyra undir þessum merkimiða. Það er stór munur að styðja ekki liðið og styðja ekki stjórann sem að stjórnar liðinu. Það er vegna þess að mér þykir svo gríðarlega vænt um liðið að ég vill fá stjórann út.
Þetta er eins og að vinna í fyrirtæki sem hefur gengið gríðarlega vel á markaðnum og halað inn peningum í mörg ár í röð. Það skiptir svo um forstjóra og allt í einu byrjar fyrirtækið að tapa pening á fullu. Er þér þá ekki vænt um fyrirtækið ef þú vilt sjá forstjórann fara? Ef þú vilt leysa vandamálið og sjá fyrirtækið í sínu fyrra veldi?
Ég tel að við „moyes out“ menn séum þess vegna ekki svokallaðir „plastic fans“ heldur alvöru aðdáendur sem þykja vænt um liðið og þola ekki að sjá gengi liðsins hnigna enn meira.
Athugasemdir