Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fim 15. ágúst 2013 19:00
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Eru peningarnir að taka yfir?
Steinar Ingi skrifar:
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Eftir umræður Gareth Bale til Real Madrid í allt sumar hef ég ekki gert neitt annað en fylgjast með fótboltafréttum í tíma og ótíma og bíð eftir því að þetta gangi eða gangi ekki í gegn, hann stefnir á að verða dýrasti leikmaður heims ef hann fer til Real, £100 milljónir+ takk fyrir.

Gígantískar tölur og samkvæmt arion.is gæti salan ein sent Ísland á réttu brautina fjárhagslega séð, Suarez færi meira að segja langleiðina með það.

En ef við lítum til baka, og ekki einu sinni það langt, þá var markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar fyrr og síðar, Alan Shearer, keyptur til Newcastle á £15M árið 1996. Hann ákvað að setja ekki nema 260 mörk fyrir liðið í deildinni, þá er frátalið hin 119 mörk sem hann setti í heildina fyrir öll lið, 379 í total.

Í dag erum við að tala um fjárhæðir upp á tugi og nú hundruð milljóna. Jú gengið er slæmt og allt það en er þetta þróunin sem við viljum? Væri Sunderland ekki til í að kaupa sér eitt stykki Jermaine Defoe á £24M? Eða Arsenal að fá sér Chiellini á £78M? Hvernig verður þróunin 2020? Ég veit að þetta er að gerast út um allan heim og við þurfum ekki að horfa lengra en út í matvörubúð til að sjá verðmun, en for F-in christ?

Manstu lesandi góður þegar að Zinedine Zidane var keyptur frá Juve til Real á £40M? Það þótti gígantísk upphæð 2001 en sú upphæð var raunhæf fyrir þann leikmann á þeim tíma. Nokkrum árum fyrr ákvað Nicolas Anelka að verða dýrasti leikmaður heims í smástund með því að ferðast frá Arsenal til Real á £23M punda, það var árið 1999. Menn á borð við Buffon og Casillas eru rétt komnir á þessa verðmiða í dag þrátt fyrir aldur!

Bale..? £140M?

Þá kemur spurningin.. eru peningar að taka yfir?

Ef við horfum á stærstu lið heims eins og hið umtalaða Real Madrid sem hefur efni á öllu sem er dýrt, Barcelona, Manchester United, FC Bayern, Chelsea, Manchester City, AC Milan og fleiri, má þá gera ráð fyrir því að þessi lið hafi það miklar tekjur innanborð að þau verða brátt stórveldi framtíðarinnar? Þá á ég við að þau verða það stór að þau geti keypt alla? Ekki keppt við alla? Unnið hvern sem er? .. verður það draumurinn hjá ungum fótboltamönnum að spila fyrir BARA þessi lið

Einu sinni var Lazio stórt lið, einu sinni var Leeds stórt lið, einu sinni var Parma stórt lið.. fá þessi lið og öll hin fá ekki séns á því að vera með lengur?
Ég meina £140M fyrir Gareth Bale..? C‘mon!

Kannski væri framtíðin að hætta með Meistaradeildina sem við allir/öll elskum svo mikið og dáumst að og búa til „hvererbesturíheimi keppnina“ og hætta með Heimskeppnina sem stendur á milli sigurvegara allra álfnanna? Þessir peningar eru orðnir alltof miklir og minni lið í heiminum (þótt að þau séu í CL eða UEFA keppnunum sem og öðrum álfukeppnum) fá ekki séns til þess að keppa við þau.. Þessi lið eru einfaldlega að taka framúr með peningum. Íþróttalega séð er þessi þróun röng.

Nú hafa þessi stóru lið ekki öll verið að sýna sig með peningunum eins og City, Chelsea og Milan en þau hafa peningana greinilega innanborðs og það eitt og sér skilar sér ekki í „sanngjarni keppni“ ef svo má segja. Besta liðið vinnur, ekki peningarnir!
Mér finnst þessi þróun röng og ég persónulega vill ekki sjá þessa þróun áfram.

Bale á £140M? Ertu að grínast? Ronaldo og Kaká voru út fyrir ramman þegar þeir fóru yfir £80M múrinn...
Athugasemdir
banner