Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
KDA KDA
 
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Elvar er ritstjóri Fótbolta.net. Sér einnig um útvarpsþáttinn á X-inu. Hefur starfað sem íþróttafréttamaður á DV, Fréttablaðinu og Vísi.

Elvar er á twitter: @elvargeir
fim 06.mar 2014 15:50 Elvar Geir Magnússon
Með landsliðið á herðunum „Ég hef sjaldan séð annað eins," sagði Ashley Williams, fyrirliði velska landsliðsins, eftir stórsýningu Gareth Bale gegn Íslandi í gær. Í hverri einustu sókn heimamanna var leitað að þessum dýrasta fótboltamanni heims og áhorfendur tóku við sér. Kominn í sama flokk og Ronaldo og Messi sagði Lars Lagerback eftir leik. Meira »
mið 16.okt 2013 18:20 Elvar Geir Magnússon
Sjö ógleymanleg íslensk „móment Það hefur aldrei verið eins skemmtilegt að vera íslenskur fótboltaáhugamaður og þessa stundina. Íslenska landsliðið hefur aldrei verið eins nálægt því að komast á HM.

Stórskemmtileg riðlakeppni er að baki og framundan eru umspilsleikir um að komast til Brasilíu á næsta ári. Sama hver niðurstaðan þar verður er ljóst að árangurinn eftir komu Lars Lagerback hefur verið miklu betri en flestir þorðu að vona. Meira »
fim 05.sep 2013 14:45 Elvar Geir Magnússon
Hugsanlegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss Erfitt er að rýna í mögulegt byrjunarlið íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Sviss á morgun. Stærsta spurningamerkið er Alfreð Finnbogason sem hefur ekki getað æft á fullu með liðinu. Meira »
mið 04.sep 2013 18:25
Okkar besti leikur var gegn Sviss Hér í hinni undurfögru borg Bern mun íslenska landsliðið leika við heimamenn í Sviss á föstudaginn. Fjórir leikir eru eftir í riðlinum og hefur Lagerback landsliðsþjálfari mikið talað um að þrír sigurleikir ættu að nægja til að komast í umspil. Meira »
fim 18.júl 2013 11:50 Elvar Geir Magnússon
Klókindi Sigga Ragga Sigurður Ragnar Eyjólfsson var kokhraustur fyrir Evrópumótið og sagði að stefnan væri sett á 8-liða úrslitin þrátt fyrir að niðurstaðan úr landsleikjum fyrr á árinu gæfu engar vonir þess efnis. Meira »
þri 25.jún 2013 00:15 Elvar Geir Magnússon
Veigar á ekki að verja Veigar Páll Gunnarsson telst ansi heppinn ef hann sleppur með aðeins einn leik í bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk fyrir olnbogaskotið gegn Þór.

Upptökur af Stöð 2 Sport líta vægast sagt illa út og í raun er ekki hægt að afsaka framgöngu Veigars í þessu tiltekna atviki.

Ekki er hægt að halda því fram að hann hafi ekki vitað af andstæðingnum sem var í návígi við hann. Skírara dæmi um rautt spjald hefur ekki sést í efstu deildum í sumar. Meira »
fim 06.jún 2013 16:10 Elvar Geir Magnússon
Hvernig verður byrjunarlið Íslands? Á fréttamannafundi áðan kom fram að allir leikmenn í íslenska hópnum eru klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóvenum á Laugardalsvelli á morgun. Lars Lagerback fær því „jákvæðan hausverk" varðandi val á byrjunarliði á morgun enda margir leikmenn sem hafa staðið sig vel og ýmsir möguleikar á stöðunni. Meira »
þri 04.jún 2013 14:15 Elvar Geir Magnússon
Stígum upp sem fótboltaþjóð Ísland er ansi léleg fótboltaþjóð ef ekki verður setið í hverju einasta sæti Laugardalsvallar þegar landsliðið leikur við Slóveníu. Loksins eigum við lið sem skyndilega á möguleika á að komast á stórmót og leikurinn á föstudag er einn af úrslitaleikjunum. Meira »
lau 23.mar 2013 08:30 Elvar Geir Magnússon
76 daga bið











Leikmenn íslenska landsliðsins hafa yfirgefið Lúbljana eftir að hafa náð að skila verkefninu frá sér með því að innbyrða þrjú stig í æsispennandi en ansi kaflaskiptum leik. Meira »
fös 22.mar 2013 09:10 Elvar Geir Magnússon
Slóvenar leita enn að besta leikkerfinu











Fjölmiðlar í Slóveníu tala réttilega um leikinn í kvöld gegn Íslandi sem algjöran lykilleik fyrir liðið upp á framhaldið í riðlinum. Ekkert annað en sigur komi til greina. Meira »