Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   mið 08. apríl 2015 12:15
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Fleiri úrslitaleiki takk
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Úrslitaleikur FH og Stjörnunnar í fyrra vakti gríðarlega athygli, meðal annars í erlendum fjölmiðlum.
Úrslitaleikur FH og Stjörnunnar í fyrra vakti gríðarlega athygli, meðal annars í erlendum fjölmiðlum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hugmyndir sem ég tel að verði að halda á lofti og eru betri því meira sem ég hugsa um þær: Er ekki málið að breyta töfluröð Pepsi-deildarinnar á þann veg að líkurnar á því að fá þýðingarmikla toppbaráttuleiki í lokin verði meiri?

Úrslitaleikur FH og Stjörnunnar í fyrra sýndi að íslenski boltinn getur ekki fengið meiri auglýsingu, áhuga og umfjöllun en einmitt með leik sem þessum. Líkt og úrslitakeppnirnar gera fyrir körfuboltann og handboltann.

Víðir Sigurðsson skrifaði um þessar hugmyndir í formála að síðasta bindi af Íslenskri knattspyrnu.

(Dregið í töfluröð: Dregið er um í hvaða röð liðin mætast)

„Þegar dregið er í töfluröð mætti alveg stilla dæminu þannig upp að fjögur efstu liðin frá árinu á undan myndu mætast í þremur síðustu umferðunum. Það eykur líkurnar á stórum og afar þýðingarmiklum innbyrðis leikjum á lokakafla mótsins, kyndir undir spennuna í mótinu og gefur félaginu meiri tekjumöguleika vegna betri aðsóknar," skrifar Víðir.

Fótboltinn gengur að sjálfsögðu út á áhuga fólks og því meiri sem dramatíkin er því betri afþreying. „Þetta væri allra hagur," eins og Víðir skrifar.

Ég ræddi einmitt við Víði um þetta á dögunum og á erfitt að sjá rök gegn því að taka upp þetta fyrirkomulag, eða eitthvað svipað. Þetta yrði alls ekki einsdæmi en á Spáni er til dæmis ómögulegt að El Clasico fari fram í upphafi móts.

Heyri ég einhver mótmæli við þessari hugmynd?
Athugasemdir
banner
banner