Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   þri 26. mars 2013 18:30
Magnús Valur Böðvarsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Erlendir leikmenn og Lengjubikar
Magnús Valur Böðvarsson
Magnús Valur Böðvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikið er rætt um stöðu Lengjubikarsins þessa daga þar sem það hefur gerst ítrekað að lið hafa notað ólöglega leikmenn sem eru til reynslu hjá félögunum.

Lengjubikarinn er hluti af undirbúningsmóti sem notað er til að brúa bilið á milli undirbúningstímabils og keppnistímabilsins. En hvaða hvatning er það til þess að ná árangri í Lengjubikarnum? Ekki er mótið að gefa Evrópusæti og virðist vera mun meira til þess að koma leikmönnum í betra form en áður.

Sum liðanna sem taka þátt eru komin með fullmannaðan hóp og hafa ekki hugsað að styrkja sitt lið frekar á meðan önnur lið eru að reyna fylla upp í veikleikana og bæta við mönnum.

Markaðurinn af íslenskum leikmönnum virðist ekki vera alltof stór og því fara mörg liðanna þá leið að leita erlendis til þess að styrkja sitt lið. Sá galli er hinsvegar sá að þeir erlendu leikmenn mega ekki spila með þeim liðum nema að fá félagaskipti til viðkomandi liðs.

Fari svo að liðið vilji ekki semja við leikmanninn þá hefur hann samt sem áður spilað leik í opinberu móti með félaginu og gæti því verið lokað fyrir að hann kæmist í annað félag.

Samkvæmt reglugerð FIFA/UEFA má leikmaður aðeins spila fyrir tvö félagslið á hverju keppnistímabili til þess að verða löglegur og því ólíklegt að erlendis leikmenn sem eru að leita að félagi vilji spila fyrir viðkomandi félag nema vera með samning í höndunum.

Fyrr á þessu ári hafði Joe Funciello leikmaður Þórs í fyrra ætlað að skipuleggja æfingaleik þar sem erlendir leikmeinn gætu komið og sannað sig í von um að fá samningstilboð en það var stoppað af KSÍ vegna þess að Funciello hafði ekki tilskilin leyfi til þess að halda slíkan æfingaleik.

Á Englandi fara fram árlega æfingaleikir þar sem leikmenn sem eru samningslausir spila og vonast eftir samningi hjá liðum. Þangað mæta njósnarar frá félagsliðum, aðallega frá neðri deildarfélögum þó, í þeirri von að finna leikmenn sem eru samningslausir og þarf því ekki að greiða fyrir (nema að sjálfsögðu laun).

Þeim leikmönnum er samt oftast boðið á reynslu til félaganna áður en undirritaður er samningur.

Þetta gæti verið áhugaverð lausn bæði fyrir erlenda leikmenn sem hefðu áhuga á að spila hér á landi sem og fyrir samningslausa stráka á íslandi til að komast að hjá liðum án þess að væri verið að brjóta neinar reglur. Sér í ljósi þar sem nær engin lið á Íslandi hafa svokallaða njósnara í starfi hjá sér.

Þá er einnig spurning hvort KSÍ ætti að auka vægi á Lengjubikarnum þannig að sigur í því móti mundi gefa Evrópusæti í stað þess að lið í þriðja sæti deildarinnar fengi það sæti.

Það gæti hvatt félögin til þess að gera leikmannahópa sína klára fyrr en gengur og gerist í dag. Þar sem það virðist nokkuð ljóst að KSÍ ætlar að herða reglur á Lengjubikarnum þá þurfa að koma lausnir sem henta þeim liðum sem vilja styrkja sína leikmannahópa. Að þau hafi tækifæri á því án þess að neyðast til að taka áhættu á að fá einhverja meðal góða erlenda leikmenn sem eru svo ekki betri en þeir strákar sem nú þegar eru til staðar.

Ég ætla að vona að KSÍ í samvinnu við félögin reyni að leita lausna á vandamálum sem þessu og menn verði opnir fyrir nýjum hugmyndum sem allir gætu orðið sáttir með til þess að knattspyrnan gæti haldið áfram af alvöru og haldið sínu skemmtanagildi.

Flestir eru sammála því að það er varla skemmtilegt fyrir áhorfendur að mæta á leiki sem vitað er að sé tapaður 0-3 fyrirfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner