Enska úrvalsdeildin er sú deild sem flestir Íslendingar eru að fókusera á og horfa mest á. Í næst efstu deild á Englandi, Championship deildinni, má hinsvegar finna marga efnilega og góða stráka sem liðin í úrvalsdeildinni fylgjast náið með og reyna að fá til sín fyrir hvað minnstan pening.
Hér er listi yfir nokkra af þeim sem hafa spilað vel með sínum liðum í vetur og eru eftirsóttir af liðum í úrvalsdeildinni ef þeir séu ekki á leiðinni þangað nú þegar.
Listinn er að mestu miðað við yngri leikmennina en leikmenn eins og Wilfried Zaha kan
tmaður hjá Crystal Palace, Tom Ince kantmaður hjá Blackpool hafa verið það mikið í fjölmiðlum að mér fannst óþarfi að setja þá þarna inn.
Jack Butland 20 ára markvörður Birmingham
Butland er markvörður U21 árs landsliðs Englendinga og hefur verið aðalmarkvörður Birmingham í vetur. Hann kemur úr unglingastarfi félagsins og hefur bætt sig mikið á þessu tímabili. Arsenal er eitt þeirra liða sem hefur litið til Butland sem er einn efnilegasti markvörður sem Englendingar eiga. Butland var í janúar keyptur til Stoke City og gæti orðið arftaki Asmir Begovic fari hann frá félaginu í sumar.
Will Hughes 17 ára miðjumaður Derby County
Leggið þetta nafn á minnið. Strákurinn verður 18 ára gamall í apríl og er eitt mesta efnið sem Englendingar hafa alið af sér. Þrátt fyrir að vera einungis 17 ára gamall er hann fastamaður í liði Derby. Arsenal, Liverpool, Tottenham og Chelsea eru meðal liða sem eru að skoða leikmanninn. Þá eru sögusagnir að njósnarar frá Barcelona séu að skoða þennan frábæra unga miðjumann.
Jonathan Williams 19 ára miðjumaður Crystal Palace
Svo virðist vera að Crystal Palace hætti ekki að framleiða góða leikmenn í unglingastarfi sínu en Jonathan Williams hefur hægt og rólega verið að brjóta sér leið inn í aðallið Crystal Palace. Á dögunum lék hann sinn fyrsta landsleik með Wales þegar hann kom inn á í hálfleik fyrir Gareth Bale í leik gegn Skotum og gjörsamlega breytti leiknum og var lykilmaður í sigri Walesverja. Williams hefur blómstrað með Palace á leiktíðinni og Manchester City er talið líklegt til að reyna fá leikmanninn til sín. Hann getur leikið á miðri miðju og köntunum en hann er sagður næsti Paul Scholes.
Nathaniel Chalaboah 18 ára varnar/miðjumaður hjá Watford
Er í raun og veru leikmaður Chelsea en hefur verið á láni hjá Watford í vetur og algjörlega blómstrað. Chalaboah hefur bæði leikið sem bakvörður og á kantinum hjá Watford og er talinn eiga góða framtíð fyrir höndum. Ekki er ólíklegt að Chelsea eigi eftir að geta notað strákinn á næstu leiktíð eftir þessa frábæru frammistöðu á tímabilinu með Watford.
Sam Byram 19 ára varnar/miðjumaður hjá Leeds
Sam Byram getur spilað sem bakvörður og á kantinum og hefur spilað vel með liði Leeds á þessu tímabili. Everton og Liverpool hafa verið að horfa til Byram sem er sterkur sóknarlega og er talinn líklegur til að spila í úrvalsdeildinni á næstu árum.
Nathan Redmond 19 ára miðjumaður Birmingham
Redmond er búinn að spila feiknavel á kantinum hjá Birmingham og hefur hraði hans ollið varnarmönnum áhyggjum. Birmingham hefur sett 6 milljóna punda verðmiða á strákinn sem hefur verið líkt við Aaron Lennon og Ashley Young.
Athugasemdir