Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   þri 16. desember 2014 09:00
Magnús Valur Böðvarsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Eddie Howe og Bournemouth
Magnús Valur Böðvarsson
Magnús Valur Böðvarsson
Eddie Howe, stjóri Bournemouth.
Eddie Howe, stjóri Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp hóf þjálfaraferilinn hjá Bournemouth
Harry Redknapp hóf þjálfaraferilinn hjá Bournemouth
Mynd: Getty Images
Leikmenn Bournemouth fagna marki.
Leikmenn Bournemouth fagna marki.
Mynd: Getty Images
Úr leik hjá Bournemouth.
Úr leik hjá Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Championship deildin er næst efsta deildin á Englandi og þegar tímabilið er að verða hálfnað er lið Bournemouth á toppnum. Hér að neðan er rennt yfir sögu Bournemouth og stjóra þess Eddie Howe sem hefur unnið kraftaverk með liðið.

Knattspyrnufélagið Bournemouth á sögu sína að rekja til 1899 en þá hét liðið Boscombe FC. Liðið hafði mikla yfirburði í innansveitar keppnum en liðið átti sinn eigin heimavöll Dean Court og tók fyrst þátt í FA bikarnum árið 1913-14. Liðið hafði þá fengið viðurnefnið Kirsuberin eða Cherries eftir Kirsuberja rauða lit búninga þeirra.

Við stofnun 3.deildarinnar komst lið Boscombe upp í hana árið 1920 eftir að hafa verið áfram í innansveitakeppnum árin áður en fyrri heimstyrjöldin hindraði framgang félagsins. Nafni félagsins var breytt árið 1923 til að höfða meira til nágrennis sins og hét þá Bournemouth Boscombe Atletic Football club.

Liðið átti í erfiðleikum í 3.deildinni en náði samt sem áður alltaf að halda velli og heldur en metið yfir lengstu veru ensku 3.deildarinnar. Liðið skipti aftur um nafn árið 1972 og breyttist í núverandi heiti liðsins A.F.C. Bournemouth. Það er hinsvegar einungis lánsnafn og er liðið ennþá skráð sem Bournemouth and Boscombe Atletic Football club.

Á sama tíma tók liðið upp núverandi merki liðsins sem tákn um framfarir liðsins. Merkið er inniheldur rendur sem má rekja til búninga liðsins í bakgrunni merkisins en aðalhluti þess er maður að skalla bolta en það er til heiðurs Dickie Dowsett sem var mikill markaskorari liðsins á árunum 1957 til 1962. Dowsett þessi er ennþá á lífi 83 ára gamall.

Rauði og svarti búningur liðsins var kynntur árið 1971 og var eftirlíking á búningum A.C. Milan og til heiðurs annars mikils markaskorara liðsins Ted Mcdougall sem skoraði 9 mörk í bikarleik í FA bikarnum í 11-0 sigri.

Harry Redknapp árin
Árið 1982 tók Harry Redknapp við liðinu en hann hafði áður verið leikmaður liðsins. Bournemouth vann sinn frægasta sigur frá upphafi þegar þeir slógu út þáverandi meistara Manchester United. Redknapp var þarna að hefja sinn stjóraferil og kom liðinu upp í næst efstu deild í fyrsta sinn árið 1987 þegar þeir unnu þriðju deildina. Eftir að hafa haldið liðinu uppi árið eftir gerðu þeir harða atlögu að því að komast uppí efstu deild en slæmt gengi í lokaleikjum liðsins gerði úti um þær vonir og endaði liðið að lokum í 12.sæti deildarinnar sem var besti árangur liðsins þangað til í vor.

Undir lok tímabilsins 1989-90 féll liðið aftur niður í 3.deild eftir tap gegn Leeds. Leeds þurfti að vinna til að komast upp í úrvalsdeildina og sendu Bournemouth niður. Þess má til gamans geta að Leeds varð meistari tveimur tímabilum seinna. Eftir þennan leik brutust út mikil slagsmál í Bournemouth við stuðningsmenn Leeds sem olli tjóni í bænum upp á 1 milljón punda. Redknapp hélt áfram næstu tvö ár og var þremur stigum frá úrslitakeppnissæti bæði árin og sagði upp eftir það og tók við West Ham.

Við liðinu tók Tony Pulis sem fékk afar litla peninga og gekk ekkert sérstaklega vel og gekk hann út vegna mikillar fjárhagslegrar pressu frá félaginu. Í framhaldinu tóku við mörg ár undir stjórn Mel Machin og var liðið afar stabílt í þriðju efstu deild.

21.öldin
Sean O'Driscoll tók við liðinu og var hársbreidd frá því að koma þeim í umspil en féll niður í 4. efstu deild árið eftir en það var fyrsta árið á endurnýjuðum Dean Court. Liðið hélt tryggð við Driscoll sem kom þeim strax upp aftur. Hann var stjóri liðsins í 3.deildinni til 2006 þegar hann hætti til að taka við Doncaster.

Árið 2008 lenti félagið í miklum fjárhagsvandræðum og með skuldir uppá 4 milljónir punda gerði það að verkum að dregin voru tíu stig af liðinu sem kom þeim í bullandi fallbaráttu. Þeim tókst ekki að bjarga sér frá því og við tók barátta í fjórðu og neðstu atvinnumannadeildinni. Félagið varð næstum gjaldþrota og urðu að taka eina tilboði sem bauðst þrátt fyrir að það hafi ekki verið ásættanlegt verð.

Mikil óvissa ríkti með stöðu félagsins og voru 17 stig dregin af félaginu en því samt sem áður leyfð þátttaka í 4.deildinni. Kevin Bond stjóri liðsins var rekinn og Jimmy Quinn nýji stjór liðsins var frekar fljótur að segja starfinu liðsins. Það var ekki margt jákvætt sem virtist blasa við Bournemouth og tók rúmlega þrítugur leikmaður liðsins Eddie Howe við liðinu.

Upprisa Eddie Howe
Eddie Howe hafði þurft að hætta vegna meðsla 29 ára gamall en var fengin af þáverandi þjálfara liðsins Bond til að vera í þjálfarateyminu. Þegar Jimmy Quinn var svo rekinn var hann fenginn til að vera bráðabirgðastjóri liðsins og var svo ráðinn sem aðal stjóri liðsins og varð yngsti stjóri enskrar deildarkeppni.

Þrátt fyrir 17 stigin sem dregin voru af Bournemouth tókst Eddie Howe að halda liðinu uppi með sigri í lokaleiknum og tala Bournemouth menn um flóttan ótrúlega eða "the great escape". Árið eftir sem var fyrsta tímabil Howe endaði liðið í 2.sæti og vann sér sæti í 3.deildinni að nýju. Fyrr á sama tímabili hafði Peterborough boðið stjórastöðuna hjá sér þegar Darren Ferguson var rekinn en þeir voru þá í Championship deildinni. Howe hafnaði tilboðinu.

Mörg lið voru farin að líta hýru auga til Howe og ákvað Howe að taka við Burnley í næst efstu deild árið 2011. Þar gekk honum vel og var nálægt því að koma Burnley uppí efstu deild. Hann sagði hins vegar að það væri afar áhugavert að stjórna nokkrum leikmönnum sem voru eldri en hann. Eddie Howe sagði upp hjá Burnley árið 2012 til að taka aftur við Bournemouth af persónulegum ástæðum.

Undir hans stjórn komst Bournemouth í annað sinn í sögunni uppí næst efstu deild. Á sínu fyrsta tímabili í næst efstu deild endaði Bournemouth í 10.sæti sem er besti árangur liðsins hingað til. Eddie Howe sem er nú orðinn 37 ára er á sínu öðru tímabili með Bournemouth og er liðið á toppi Championship deildarinnar þegar deildin er að verða hálfnuð sem er afar áhugaverður árangur enda liðið ekki með nein svakalega stór nöfn í sínum leikmannahóp. Eddie Howe er orðinn einn eftirsóknarverðasti enski knattspyrnustjórinn þessa dagana.
Athugasemdir
banner
banner
banner