Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 17. desember 2012 16:30
Magnús Valur Böðvarsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Ríkisfang leikmanna
Magnús Valur Böðvarsson
Magnús Valur Böðvarsson
Ísland eða Bandaríkin erfitt val fyrir Aron Jóhannsson
Ísland eða Bandaríkin erfitt val fyrir Aron Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Wilfried Zaha
Wilfried Zaha
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt á undanförnu um framtíð Arons Jóhannssonar leikmanns AGF en eins og flestir vita hefur hann möguleika á að velja á milli íslenska landsliðsins og þess bandaríska þar sem hann er fæddur þar. Hann stendur því frammi fyrir því gífurlega erfiða vali að þurfa að velja þar á milli. Fari svo að hann velji að spila fyrir Bandaríska landsliðið, spili einn æfingaleik þá á hann enga möguleika á að spila fyrir Ísland í náinni framtíð þar sem hann á landsleik að baki fyrir hitt landsliðið.

Það gæti svo allt eins farið svo að velji hann það bandaríska að hann fái svo aldrei fleiri möguleika en kannski einn leik. Það fékk pistlahöfund til að hugsa um hvort ekki væri skynsamlegt hjá FIFA alþjóða knattspynusambandinu um að breyta reglum varðandi ríkisfang leikmanna og hafa þetta svipað og þetta er í handboltanum.

Hjá landsliðum í handbolta getur þú leikið landsleik fyrir þjóð þína og ef þú leikur ekki landsleik næstu þrjú árin gætir þú leikið fyrir upprunalega landið þitt. Nikola Karabatic einn fremsti handknattleiksmaður heims er til að mynda að íhuga að hætta leika fyrir Frakkland og leika fyrir Serbíu eftir þrjú ár en hann er upprunulega frá Serbíu.

Ástæðan fyrir að ég mundi vilja sjá breytingu á þessari reglugerðu hjá FIFA er til að stærri þjóðirnar komist ekki upp með að velja leikmenn sem þeir munu svo ekki nota einungis til að hindra landsliðsferil viðkomandi leikmanns hjá öðru landi. Á dögunum var Wilfried Zaha tvítugur piltur Crystal Palace valinn í enska landsliðshópinn fyrir æfingaleik gegn Svíum og fékk hann að spila í heilar sjö mínútur.

Zaha þessi spilar í dag í Championship deildinni og er einn öflugasti leikmaðurinn í þeirri deild og er afar eftirsóttur af stóru liðinum í úrvalsdeildinni. En það þýðir ekkert að hann eigi eftir að verða fastamaður í enska landsliðinu. Kannski verður hann svo ekkert aftur valinn í enska landsliðið sem hindrar þann möguleika á að hann geti nokkurn tíman leikið fyrir fæðingaland sitt Fílabeinsströndina sem hafði óskað eftir því að fá hann til að spila fyrir þá.

Mitt mat er það að FIFA þurfi að endurskoða þessa reglugerð til þess að þeir leikmenn sem hafa tvö ríkisföng séu ekki bundnir við þá ákvörðun sem þeir tóku á ákveðnum tímapunkti sem seinna átti eftir að reynast mistök.

Breytingarnar sem ég mundi vilja sjá þyrftu samt að innihalda takmarkanir svo sem fjöldi landsleikja og þess háttar. T.d. ef Zaha þessi sem ég nefndi dæmi myndi einungis fá 4-5 landsleiki og ekki vera valinn næstu þrjú ár eftir ætti hann möguleika á að spila fyrir Fílabeinsströndina þremur árum seinna. Ef hann væri hins vegar valinn ítrekað og fengi 10-12 leiki með því enska og myndi svo detta út úr landsliðinu þá væri landsleikjafjöldi hans orðinn það mikill að hann ætti ekki þann möguleika á að skipta.

Með því að setja reglugerð svipaða og þessa myndi það hjálpa viðkomandi leikmanni við ákvörðun sína og hindra þann möguleika á að stærri löndin gætu lokkað til sín leikmenn sem eru efnilegir en verða kannski einhverjar varaskeifur utan hópsins og spila fáa landsleiki. Mér finnst þessi umræða vera mikilvæg og væri gaman að sjá álit KSÍ á þessu máli.

Magnús Valur Böðvarsson
Athugasemdir
banner
banner