Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fim 31. maí 2018 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: B-riðill - 2. sæti
Portúgal
Portúgal varð Evrópumeistari 2016.
Portúgal varð Evrópumeistari 2016.
Mynd: Getty Images
Ronaldo er besti leikmaður í sögu Portúgals.
Ronaldo er besti leikmaður í sögu Portúgals.
Mynd: Getty Images
Fernando Santos hefur gert frábæra hluti með þetta lið.
Fernando Santos hefur gert frábæra hluti með þetta lið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bernardo Silva er hörkuleikmaður.
Bernardo Silva er hörkuleikmaður.
Mynd: Getty Images
Ruben Dias átti flott tímabil með Benfica. Fær hann tækifæri í Rússlandi?
Ruben Dias átti flott tímabil með Benfica. Fær hann tækifæri í Rússlandi?
Mynd: Getty Images
Portúgal er spáð öðru sæti í B-riðli.
Portúgal er spáð öðru sæti í B-riðli.
Mynd: Getty Images
Nú eru aðeins rétt rúmar tvær vikur þangað til flautað verður til leiks á HM í Rússlandi. Mótið hefst 14. júní og lýkur mánuði síðar, 15. júlí.

Spennan er farin að magnast og er spennan hjá landsmönnum miklu meiri en áður þar sem Ísland er nú í fyrsta sinn á meðal þáttökuþjóða.

Fótbolti.net er með spá í riðlakeppnina og heldur hún áfram í dag. Við fengum nokkra góða álitsgjafa í bland við starfsmenn okkar til að aðstoða okkur við spána.

Smelltu hér til að skoða spánna fyrir A-riðil.

Í dag er það B-riðillinn sem augun beinast að og nú er komið að liðinu sem er spáð öðru sæti þar.

Í B-riðli spila nágrannaþjóðirnar Spánn, Portúgal og Marokkó, ásamt Írönum.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir B-riðil:

1. sæti.
2. sæti. Portúgal, 36 stig
3. sæti. Marokkó, 20 stig
4. sæti. Íran, 13 stig

Staða á heimslista FIFA: 4

Um liðið: Ronaldo og félagar í Portúgal mæta ferskir til leiks á HM í Rússlandi eftir að hafa orðið Evrópumeistarar fyrir tveimur árum síðan. Besti árangur Portúgala á HM er bronsið, geta þeir breytt því í sumar?

Þjálfarinn: Fernando Santos er áfram við stjórnvölinn hjá Portúgölum enda engin ástæða til að breyta eftir að hann gerði liðið að Evrópumeisturum. Santos er 63 ára og reynslumikill, en hann þjálfaði Grikkland áður en hann tók við Portúgal.

Hann tók við Portúgölum fyrir fjórum árum eftir að Paulo Bento mistókst að koma liðinu lengra í riðlakeppnina. Ætlast er til þess að Santos geri betur, mikið betur en það.

Árangur á síðasta HM: Féllu úr leik í riðlakeppninni.

Besti árangur á HM: 3. sæti árið 1966.

Leikir á HM 2018:
15. júní, Portúgal - Spánn (Sochi)
20. júní, Portúgal - Marokkó (Moskva)
25. júní, Portúgal - Íran (Saransk)

Af hverju Portúgal gæti unnið leiki: Jú, þeir eru með eitt stykki Cristiano Ronaldo í sínu liði. Ronaldo er einn besti fótboltamaður sögunnar og besti fótboltamaður sem Portúgal hefur alið. Hann getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi og hefur sannað það margoft á sínum farsæla ferli.

Santos hefur komið með sigurhugarfar inn í þetta portúgalska landslið og það hefur aðeins tapað einum af 24 keppnisleikjum síðan hann tók við, unnið 20 talsins. Portúgalar hafa verið sterkir varnarlega síðustu ár og með Ronaldo framarlega á vellinum eru þeir stórhættulegir.

Af hverju Portúgal gæti tapað leikjum: Það vaknað áhyggjur með varnarleikinn og sérstaklega miðverðina Bruno Alves, Pepe og Jose Fonte sem eru allir komnir vel yfir þrítugt. Vörnin hefur verið stór ástæða fyrir góðum árangri Portúgala á síðustu misserum en það er spurning í hvernig standi hún verður í Rússlandi. Varkárnistaktík Santos virkaði sumarið 2016 en það er ekki víst að hún geri það sumarið 2018.

Portúgal hefur tapað tveimur keppnisleikjum síðan HM 2014 lauk. Í báðum þessum leikjum var liðið án Cristiano Ronaldo. Liðið reiðir sig mikið á að hann standi sig og ef mótherjinn nær að loka vel á hann, þá gæti liðið lent í vandræðum.

Stjarnan: Cristiano Ronaldo. Það þarf ekki að segja neitt meira um það. Magnaður fótboltamaður og besti leikmaður í sögu Portúgals. Hann er orðinn 33 ára gamall en það virðist ekki ætla að hægja á honum í bráð.

Fylgstu með: Ruben Dias. Miðverðir Portúgals eru komnir vel á aldur, en þessi strákur á bjarta framtíð. Hann er 21 árs og er á mála hjá Benfica þar sem hann vann sér inn sæti í byrjunarliðinu á þessari leiktíð. Hann blómstraði og er nú á leið á HM með Portúgal.

Eins og staðan er núna er efast um að hann fái mörg tækifæri á mótinu. Það fer væntanlega eftir því hvernig Pepe og Bruno Alves mæta til leiks.

Sagt er að Arsenal hafi áhuga á Dias og að Lundúnafélagið, sem og önnur stórlið í Evrópu, muni fylgjast vel með framgangi hans í sumar.

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (4-1-3-2): Rui Patricio; Cedric, Pepe, Bruno Alves, Raphael Guerreiro; William Carvalho; Joao Mario, Joao Moutinho, Bernardo Silva; Cristiano Ronaldo, Andre Silva.

Leikmannahópurinn:
Portúgal hefur tilkynnt 23 manna hóp sem fer á HM. Þar er ekkert pláss fyrir Renato Sanches, besta unga leikmanninn á EM 2016. Sanches og níu aðrir sem voru í sigurliðinu á EM fara ekki með til Rússlands í sumar.

Markverðir: Anthony Lopes (Lyon), Beto (Goztepe), Rui Patricio (Sporting Lisbon).

Varnarmenn: Bruno Alves (Rangers), Cedric Soares (Southampton), Jose Fonte (Dalian Yifang), Mario Rui (Napoli), Pepe (Besiktas), Raphael Guerreiro (Borussia Dortmund), Ricardo Pereira (Porto), Ruben Dias (Benfica)

Miðjumenn: Adrien Silva (Leicester), Bruno Fernandes (Sporting Lisbon), Joao Mario (West Ham), Joao Moutinho (Monaco), Manuel Fernandes (Lokomotiv), William Carvalho (Sporting Lisbon)

Sóknarmenn: Andre Silva (AC Milan), Bernardo Silva (Manchester City), Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Gelson Martins (Sporting Lisbon), Goncalo Guedes (Valencia), Ricardo Quaresma (Besiktas)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner