Fyrirkomulag belgísku úrvalsdeildarinnar gert skil af fréttaritara .net í Belgíu.
Ég ætla að gera heiðarlega tilraun til að segja frá fyrirkomulagi belgísku Jupiler deildarinnar fyrir hinn almenna áhugamann. Oft hef ég þurft að segja vinum og vandamönnum frá því hvernig þetta spilast hér og vægt til orða tekið er fyrirkomulagið flókið og ekki sæmandi fyrir knattspyrnu, sem á að vera spilaður fallega, eins og góðkunningi minn orðaði það oft „felst fegurðin í einfaldleikanum“.
Deildin hér er sett þannig upp að 16 lið spila heima og heiman í hefðbundna-tímabili „Regular-season“ s.s. 30 leikir frá 31.júlí – 20.mars. Að því loknu hefst umspil „Play-off“ en möguleiki er að fara í 3 mismunandi umspil. Play-off 1 (6 efstu liðin), Play-off 2 (lið frá 7.-14. Sæti) og 15. sætið fer í umspil með 3 liðum úr fyrstu deildinni. Neðsta liðið fellur beint í fyrstu deild.
Í Play-off 1 mætast 6 efstu liðin og spila um titilinn. Liðin taka helming stiga sinna í þetta umspil (s.s. ef lið endar með 60 stig, byrjar það með 30 stig í umspilinu um titilinn.) Hér mætast liðin aftur heima og heiman þ.a.s. 10 auka leikir þar sem toppliðin mætast. Umspilið spilast frá 2.apríl – 17.maí.
Í Play-off 2 er liðunum skipt í 2 riðla. Riðill 1 inniheldur liðin í 7.,9.,11. og 13.sæti og í riðill 2 lið sem enda í 8.,10.,12. og 14.sæti. Þar er leikin tvöföld umferð s.s. 6 leikir spilaðir dagana 2.apríl – 7.maí. Að lokum mætast sigurvegarar riðlana í umspilsleik heima og heiman.
Sigurvegari Play-off 1 er meistari. 2-3 sætið fá Evrópusæti, að lokum spilar liðið sem endar í 4. Sæti í Play-off 1 við sigurvegara Play-off 2 í tveimur leikjum til að ráða úrslitum um hver fær síðasta Evrópusætið sem laust er.
Að þeirri staðreynd lokinni er einnig ómögulegt að reikna út hvenær tímabilinu líkur fyrir lið í baráttu um að komast í Play-off 1. Tímabilið gæti verið búið 7.maí fari svo að liðið endi í Play-off 2, gæti endað 17.maí fari liðið í Play-off 1 og endi í öllum sætum nema 4.(þ.a.s. spili ekki úrslitaleik um síðasta Evrópusætið) og að lokum gæti það endað 29.maí en þá fer fram seinni leikurinn um síðasta Evrópusætið. Það er ljóst að sökum þess að EM í Danmörku er í sumar er ansi mikill munur á því að leika síðasta leik fyrir mót 7. eða 29. maí.
Það liggur ljóst fyrir að markmið allra liðana er að komast í Play-off 1 en þar færðu 10 toppleiki og fleiri áhorfendur sem skilar sér í meiri sjónvarpstekjum o.fl. fyrir stóru liðin. Þetta fyrirkomulag á sér enga fyrirmynd annars staðar og aðeins hagnast stóru liðin á slíku fyrirkomulagi. Með þessu fyrirkomulagi er möguleiki á því að vera lið sem endar í t.d. 14. sæti í hefðbundnu deildarkeppninni og eiga góðan endasprett og enda í Evrópusæti. Þetta er ekki það sem deildarkeppni í fótbolta snýst um, það eiga ekki að vera neinir milliriðlar, Wild Card leikir og þess háttar. Þetta er fótbolti og hafið hann einfaldan svo ekki taki heilu dagana að útskýra fyrir illa greindum mönnum/krökkum fyrirkomulag deildar.
Tvær umferðir heima og heiman, þannig á þetta að vera allstaðar, sem betur fer er búið að kjósa og á næstkomandi tímabili verður sú staðreyndin með 18 liða deild. Skál fyrir því!
Alfreð Finnbogason hefur talað.
L S J T Mm Stig +/-
1 Anderlecht 25 17 6 2 52-14 57 38
2 Racing Genk 25 16 6 3 59-24 54 35
3 AA Gent 24 14 4 6 48-35 46 13
4 Club Brugge 25 13 3 9 50-31 42 19
5 Standard 24 12 3 9 41-30 39 11
6 Lokeren 24 10 9 5 34-30 39 4
7 KV Mechelen22 10 7 5 25-21 37 4
8 Cercle Brugge24 10 5 9 32-30 35 2
9 Kortrijk 25 10 4 11 29-29 34 0
10 Westerlo 24 8 7 9 32-33 31 -1
11 Z-Waregem 25 7 10 8 34-32 31 2
12 Sint-Truiden 23 6 4 13 16-42 22 -26
13 G. Beerschot24 4 8 12 16-32 20 -16
14 Eupen 25 5 4 16 25-45 19 -20
15 Lierse SK 24 3 7 14 19-52 16 -33
16 Charleroi 25 3 5 17 16-48 14 -32