Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 10. júlí 2015 16:50
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Guardian 
Memphis lenti í miklu mótlæti - Var martröð fyrir kennara
Memphis Depay á æfingu Manchester United.
Memphis Depay á æfingu Manchester United.
Mynd: Getty Images
Memphis hugsar um minningu afa síns eftir að hafa skorað gegn Ástralíu á HM í fyrra.
Memphis hugsar um minningu afa síns eftir að hafa skorað gegn Ástralíu á HM í fyrra.
Mynd: Getty Images
Memphis Depay, nýjasta stjarna Manchester United, átti mjög erfiða æsku eins og fram kemur í úttekt sem Guardian birti í vikunni. Hann ólst upp í litlu þorpi í Hollandi og fór stærsti hluti dagsins hjá honum í að leika sér í fótbolta eins og hjá fleiri krökkum.

Það var árið 1994 sem Memphis kom í heiminn en faðir hans er Ganverji en móðirin hollensk. Þegar hann var fjögurra ára gamall slitnaði upp úr sambandi foreldra hans og pabbinn flutti frá þeim og sleit öllu sambandi.

Að missa sambandið við föður sinn og verða vitni að móður sinni í sárum hafði djúp áhrif á Memphis. Mikið ójafnvægi var á heimilinu og hann að fara að hefja skólagöngu sína.

Móðir hans kynntist manni sem flutti inn til þeirra en hann beitti hana ofbeldi og notaði Memphis fótboltann til að flýja raunveruleikann heima hjá sér. Það tókst þó ekki alltaf.

Fyrrum kennarar hans lýsa honum sem nemanda sem einstaklega erfitt var að höndla. Vildi hann helst eyða öllum kennslustundum í breikdans og handahlaup og hlýddi ekki skipunum.

Líf Memphis og móður hans átti eftir að verða betra. Hún sleit sambandi við sambýlismanninn ofbeldisfulla og flutti með soninn inn til foreldra sinna. Það má segja að afi Memphis, Kees, hafi gengið honum í föðurstað.

Kees var mikill fótboltaáhugamaður og hann kynnti Memphis fyrir skipulagðri fótboltaþjálfun og hóf strákurinn æfingar með VV Moordrech þegar hann var sjö ára gamall. Hann vakti strax athygli og stóð upp úr meðal jafnaldra sinna þegar kom að getu.

Árið 2003 vildi Sparta Rotterdam fá Memphis í sínar raðir og þótti það gott skref fyrir hann. Á vellinum vakti hann mikla athygli fyrir sjálfsöryggi og frábæra knattmeðhöndlun en hegðunarvandamál voru áfram til staðar utan vallar.

Þegar Memphis var 12 ára fór hann til PSV Eindhoven en það þýddi að hann þurfti að flytja til fósturforeldra. Fósturfaðir hans greindi frá því í viðtali í fyrra þegar hann heyrði Memphis hágráta í herberginu sínu. Hann fór til hans og þar opnaði Memphis sig og sagði frá því sem hann hefði gengið í gegnum og hversu mikil áhrif það hefði.

Hjá PSV var hugsað gríðarlega vel um hann og hann fékk alla þá þjálfun og þann stuðning sem hann þurfti.

2009 lést Kees, afi Memphis. Það hafði gríðarleg áhrif á Mepmhis sem fagnaði sínu fyrsta marki fyrir hollenska landsliðið, markinu gegn Ástralíu á HM í fyrra, með því að kyssa úlnliðinn þar sem hann er með húðflúr til að heiðra minningu afa síns. Að því loknu benti hann til himins.

Eftir magnað tímabil með PSV Eindhoven síðasta vetur, 22 mörk í 30 deildarleikjum þegar PSV hampaði meistaratitlinum, gekk Memphis í raðir Manchester United í sumar og sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

Saga hans er saga stráks sem hefur náð að láta drauma sína rætast þrátt fyrir mikið mótlæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner