Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 07. apríl 2017 14:51
Magnús Már Einarsson
Varnarmaður Newcastle á reynslu hjá FH
Pétur Viðars kemur í júní
Kyle í leik með U18 ára liði Newcastle árið 2015.
Kyle í leik með U18 ára liði Newcastle árið 2015.
Mynd: Getty Images
Kyle Cameron, varnarmaður Newcastle, er á reynslu hjá FH þessa dagana en þetta staðfesti Axel Guðmundsson, verkefnastjóri knattspyrnudeildar, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Kyle er tvítugur en hann hefur verið á mála hjá Newcastle síðan hann var níu ára.

Fyrri hlutann á þessu tímabili var Cameron á láni hjá Newport County í ensku D-deildinni. Hann hefur áður einnig verið á láni hjá York í ensku D-deildinni sem og hjá Workington á Norður-Írlandi.

Kyle á að baki leiki með U19 og U21 árs landsliði Skota. Hann spilaði meðal annars í 2-0 tapi gegn íslenska U21 árs landsliðinu í október í fyrra.

Kyle er fæddur 1997 og er því ennþá gjaldgengur í U21 árs landsliðið.

FH-ingar hafa leikið með þriggja manna vörn í vetur og hafa að undanförnu verið í leit að miðverði. Cameron er nú til skoðunar fyrir sumarið.

Varnar og miðjumaðurinn Pétur Viðarsson mun bætast í hópinn um miðjan júní en hann hefur verið í námi í Ástralíu í vetur.

Pétur lék einnig bara hluta síðasta tímabils með FH vegna námsins.
Athugasemdir
banner