Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 09. september 2017 12:50
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Clattenburg segir að rauða spjaldið á Mane hafi verið rangur dómur
Mark Clattenburg
Mark Clattenburg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samfélagsmiðlar gjörsamlega loga eftir að Sadio Mané fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik fyrir háskalegan leik þegar hann sparkaði í andlitið á Ederson, markverði Manchester City.

Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, telur að dómurinn sé rangur og að Mané hefði einungis átt að fá að líta gula spjaldið.

Mikil umræða hefur skapast á Twitter í kjölfar atviksins og eru mjög svo skiptar skoðanir á málinu.

Leikurinn er enn í gangi og er staðan 3-0 fyrir Manchester City eftir 55 mínútna leik.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner