Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   mið 13. september 2017 18:30
Magnús Már Einarsson
Guðni um Laugardalsvöll: Kemur vonandi í ljós fljótlega
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í vikunni seldist upp á leik Íslands og Kosóvó á nokkrum mínútum líkt og fyrir alla heimaleiki Íslands undanfarin ár. KSÍ vill stækka Laugardalsvöll en Reykjavíkurborg, aðaleigandi vallarins, og ríkið þurfa einnig að koma að uppbyggingu á vellinum. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vonast til að það fari loksins að draga til tíðinda varðandi uppbyggingu vallarins.

„Málin standa ágætlega. Við erum búin að kynna þetta fyrir hagsmunaaðilum og vinna góða greiningarvinnu á því hvaða valkostir eru í stöðunni," sagði Guðni við Fótbolta.net í dag.

„Ég vil vera bjartsýnn á að þetta geti allt saman gengið eftir. Ákvörðunin er ekki okkar ein. Við erum að vinna í þessu örugglega og ég vona að hægt sé að fara yfir málið og kynna það áður en langt um líður og þá vonandi með góða niðurstöðu í farteskinu. Við erum að vona að þetta komi fljótlega í ljós."

Guðni hafði áður sagt að hann vonaðist til að hægt yrði að kynna hugmyndir um nýjan Laugardalsvöll í ágúst. Svo varð þó ekki.

„Ég er svo bjartsýnn. Við þurfum að gefa þessum aðilum sem eru að skoða málið ákveðið svigrúm. Fyrir vikið tafðist þetta umfram það sem maður var að vonast til en maður þarf að sýna skilning á því. Við erum að tala um einhverjar vikur. Hvort það verði ein eða tíu vikur veit ég ekki en ég held að það verði ekki langt í þetta verði kynnt almennilega hvað við erum að hugsa í þessum efnum."

Guðni segir að ekki sé verið að skoða annan stað fyrir þjóðarleikvang heldur en í Laugardalnum. „Það er ekkert annað í kortunum. Við einblínum á það," sagði Guðni.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Guðna í heild sinni.

Sjá einnig:
Draumur Guðna að fá þak yfir völlinn - Gervigras ekki á dagskrá
Úttekt: Laugardalsvöllur og mýtan um uppselda leiki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner