Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   sun 28. apríl 2019 21:46
Ívan Guðjón Baldursson
Virgil van Dijk er leikmaður ársins
Mynd: Getty Images
Það kemur fáum á óvart en Virgil van Dijk hefur verið kjörinn af ensku leikmannasamtökunum sem besti leikmaður tímabilsins 2018/19.

Van Dijk hefur verið stórkostlegur frá komu sinni til Liverpool og gjörbreytt varnarleik liðsins. Hann er ein af helstu ástæðunum fyrir því að Liverpool á möguleika á sínum fyrsta deildartitli frá stofnun úrvalsdeildarinnar.

Van Dijk hefur haldið 19 sinnum hreinu með Liverpool á tímabilinu. Hann er þar að auki búinn að skora þrisvar sinnum og leggja tvö mörk upp.

Van Dijk er 27 ára Hollendingur og er fyrsti varnarmaðurinn til að vera valinn bestur á Englandi síðan John Terry vann eftir tímabilið 2004/05.

Raheem Sterling þótti helsti keppinautur Van Dijk fyrir verðlaunin en hann var krýndur besti ungi leikmaður tímabilsins fyrr í kvöld.

Sergio Agüero, Bernardo Silva, Sadio Mane og Eden Hazard komu einnig til greina.




Athugasemdir
banner