lau 18. maí 2019 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta íþróttalið sem fyrirfinnst?
Lyon hefur verið yfirburðarlið undanfarin ár.
Lyon hefur verið yfirburðarlið undanfarin ár.
Mynd: Getty Images
Ade Hegerberg.
Ade Hegerberg.
Mynd: Getty Images
Úr úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Sara Björk Gunnarsdóttir í baráttunni með sínu liði, Wolfsburg.
Úr úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Sara Björk Gunnarsdóttir í baráttunni með sínu liði, Wolfsburg.
Mynd: Getty Images
Jean Michel Aulas, forseti Lyon.
Jean Michel Aulas, forseti Lyon.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Á eftir mætast Lyon og Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Franska félagið Lyon er sigurstranglegri aðilinn fyrir leikinn enda gerist það ekki oft að Lyon tapi fótboltaleikjum.

Rory Smith skrifar grein í New York Times um Lyon í aðdraganda leiksins.

Lyon hefur unnið frönsku úrvalsdeildina 13 tímabil í röð. Einnig á félagið flesta franska bikarmeistaratitla í sögunni og flesta Meistaradeildartitla í sögunni. Lyon getur unnið Meistaradeildina fjórða árið í röð með sigri á Barcelona í dag og í sjötta sinn í heildina.

Rory Smith spyr sig að því grein sinni hvort Lyon sé mögulega besta íþróttalið á jörðinni. Lyon hefur aðeins tapað tveimur deildarleikjum á síðustu níu tímabilum og markatala liðsins á þessum árum er 957 í plús. Algjörlega magnað.

„Yfirburðirnir eru það miklir að það að það er erfitt að hugsa um félagslið hvar sem er í heiminum með aðra eins ferilskrá. Aulas (forseti Lyon) hefur líkt Lyon við karlalið Barcelona og Real Madrid, en það passar ekki alveg. Barcelona hefur unnið átta af síðustu 11 Spánarmeistaratitlum, en hefur ekki unnið Meistaradeildina frá 2015. Real Madrid var á toppnum í Evrópu í þrjú ár í röð, en gengið heima fyrir versnaði við það. Lyon hefur gert betur, bæði í Evrópu og heima fyrir," segir í greininni.

Næst nefnir Rory körfuboltalið Golden State Warriors og ameríska fótboltaliðið New England Patriots. Bæði lið eru með yfirburði í sinni íþrótt, en „komast ekki nærri Lyon," eins og hann orðar það.

Þetta er félag sem ekki tapar, félag sem hefur gríðarlega yfirburði og er mögulega besta íþróttalið á jörðinni.

Hvað gerir Lyon svona gott?
Jean-Michel Aulas er forseti bæði karlaliðs Lyon og kvennaliðsins. Hann kom kvennaliðinu af stað árið 2004 og var með það markmið að fá stærstu stjörnur fótboltans til félagsins. Það tókst hjá honum.

Í hópnum í dag eru Ade Hegerberg, besta fótboltakona í heimi, margir leikmenn franska landsliðsins, Dzsenifer Marozsán, fyrirliði Þýskalands, og Saki Kumagai, fyrirliði Japan. Svo einhverjar séu nefndar.

Þegar talað er um fyrrum leikmenn liðsins má einnig finna risastór nöfn í fótboltaheiminum. Til dæmis Alex Morgan, Camille Abily, Louisa Nécib, Hope Solo og Megan Rapinoe.

Með öllum þessum frábæru leikmönnum skapast magnað æfingaumhverfi sem heillar aðra leikmenn til þess að ganga í raðir félagsins. Að æfa og spila með bestu fótboltakonum í heimi er heillandi.

Það sem er líka heillandi við Lyon er hvernig félagið kemur fram við leikmenn kvennaliðsins. Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni þetta árið fer fram í Búdapest í Ungverjalandi. Fyrir brottför frá Frakklandi var leikmönnum Lyon keyrt beint upp í einkaflugvél sem fór með liðið til Ungverjalands. Önnur flugvél fer með fjölskyldumeðlimi og maka á leikinn. Liðsrútan var mætt til að taka á móti liðinu þegar það lenti í Búdapest.


Hjá stærstu karlaliðum heims er þetta venjulegt, en það er sjaldgæft að heyra um slíkt hjá kvennaliðum, ef ekki einstakt í dag. Vonandi verður svo ekki í framtíðinni.

Lyon borgar betur en flest önnur félög í kvennaknattspyrnu og það er stefna hjá félaginu að komið sé við karlaliðið og kvennaliðið á nákvæmlega sama hátt. Bæði lið eru að spila fyrir Lyon. Karla- og kvennaliðið deila æfingasvæði og annari þjónustu hjá félaginu.

Eini munurinn kannski á karla- og kvennaliðinu eru leikmannamálin. Karlaliðið er að mestu byggt á ungum leikmönnum, bæði heimamönnum og aðkeyptum, á meðan kvennaliðið er byggt á stærstu stjörnum fótboltans.

„Það þarf að koma vel fram við stráka til þess að þeir gefi sína bestu frammistöðu, af hverju á það að vera öðruvísi fyrir stelpur?" segir Aulas, forseti Lyon.

Greinina hjá New York Times má lesa hérna.

Við minnum á leikinn í dag. Hann hefst klukkan 16:00.


Athugasemdir
banner
banner
banner