Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   lau 01. febrúar 2025 22:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
ÍA kaupir Hauk Andra frá Lille (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Andri Haraldsson er genginn aftur til liðs við ÍA frá Lille en Skagaliðið kaupir hann frá franska liðinu. Hann gerir þriggja ára samning við Skagamenn.

Haukur Andri er uppalinn hjá ÍA en þessi 19 ára gamli leikmaður gekk til liðs við Lille frá ÍA árið 2023. Hann spilaði með u19 liði félagsins áður en hann snéri aftur á láni til ÍA síðasta sumar.

Hann hafði skrifað undir nýjan samning við Lille um leið og hann kom á láni til ÍA en hann hefur ákveðið að snúa alfarið til liðs við félagið.

Haukur kom við sögu í 11 leikjum með ÍA síðasta sumar þar sem liðið hafnaði í 5. sæti deildarinnar.

Hákon Arnar Haraldsson, bróðir Hauks, er leikmaður aðalliðs Lille og hefur spilað virkilega vel með liðinu á tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner