Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 01. mars 2020 13:10
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið dagsins: Gylfi og Martial byrja - Lloris ekki í hóp
Það eru tveir afar spennandi Evrópuslagir sem hefjast samtímis í ensku úrvalsdeildinni í dag og hafa byrjunarliðin verið staðfest.

Gylfi Þór Sigurðsson byrjar úti á vinstri kanti er Everton tekur á móti Manchester United. Hann mun því mæta tæklaranum mikla Aaron Wan-Bissaka sem spilar í stöðu hægri bakvarðar hjá Rauðu djöflunum.

Andre Gomes byrjar á miðjunni og er Leighton Baines áfram í vinstri bakverði í fjarveru Lucas Digne. Seamus Coleman heldur þá Djibril Sidibe á bekknum.

Bruno Fernandes byrjar í sóknarlínu Man Utd fyrir aftan Mason Greenwood og Anthony Martial.

Scott McTominay og Nemanja Matic passa upp á miðsvæðið ásamt Brasilíumanninum Fred.

Everton: Pickford, Coleman, Keane, Holgate, Baines, Walcott, Davies, Gomes, Sigurðsson, Richarlison, Calvert-Lewin
Varamenn: Virginia, Delph, Mina, Iwobi, Sidibe, Bernard, Kean

Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Lindelöf, Maguire, Shaw, McTominay, Matic, Fred, Fernandes, Greenwood, Martial
Varamenn: Romero, Bailly, Williams, Mata, Lingard, Pereira, Ighalo



Tottenham tekur þá á móti Wolves og er Hugo Lloris ekki í leikmannahópi heimamanna vegna nárameiðsla.

Belgísku landsliðsmennirnir Toby Alderweireld og Jan Vertonghen byrja á bekknum ásamt Gedson Fernandes og Tanguy Ndombele.

Ekki er margt sem kemur á óvart í liði Úlfanna. Ruben Vinagre tekur stöðu Jonny í vinstri vængbakverðinum og byrjar Adama Traore í þriggja manna sóknarlínu.

Tottenham: Gazzaniga, Aurier, Sanchez, Tanganga, Davies, Dier, Winks, Bergwijn, Lo Celso, Dele Alli, Lucas
Varamenn: Vorm, Alderweireld, Vertonghen, Skipp, Gedson, Ndombele, Parrott

Wolves: Patricio, Boly, Coady, Saiss, Doherty, Neves, Moutinho, Vinagre, Traore, Jimenez, Diogo Jota
Varamenn: Ruddy, Dendoncker, Kilman, Buur, Gibbs-White, Podence, Neto
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner