Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 01. júní 2021 22:44
Brynjar Ingi Erluson
PSG vill halda Moise Kean á láni í eitt ár til viðbótar
Moise Kean elskar lífið í París
Moise Kean elskar lífið í París
Mynd: Getty Images
Franska félagið Paris Saint-Germain er í viðræðum við Everton um að halda ítalska framherjanum Moise Kean á láni út næstu leiktíð. Það er ítalski félagaskiptasnillingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu.

Þessi 21 árs gamli framherji kom til PSG á láni frá Everton fyrir síðustu leiktíð en náði engan veginn að finna sig á Englandi og kom því á óvart að hann hafi verið lánaður í eitt stærsta félag heims.

Kean náði hins vegar á slökkva í gagnrýnisröddum og skoraði 17 mörk í 41 leik fyrir PSG á tímabilinu. Hann fann sig í franska boltanum og náði að tengja vel við ofurstjörnurnar.

PSG vill halda Kean áfram en er þó ekki tilbúið að borga 45 milljónir evra fyrir hann.

Félagið vill fá hann á láni í eitt ár til viðbótar en Everton vill bíða með að ákveða framtíð hans. Félagið vill ráða nýjan stjóra fyrst og sjá hvað hann vill gera með Kean.
Athugasemdir
banner
banner