Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 01. september 2021 08:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndir: Guðjohnsen-feðgar á æfingu landsliðsins
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen mætti í fyrsta sinn á æfingu hjá A-landsliði karla í gær.

Andri Lucas er í fyrsta sinn í A-landsliðinu. Þessi 19 ára gamli leikmaður var valinn í hópinn sem tekst á við leiki gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM.

Andri Lucas var í unglingaliðum Barcelona en fór svo í Espanyol. Hann gat árið 2018 valið á milli Barcelona og Real Madrid. Hann valdi Real Madrid þar sem hann er núna kominn í varaliðið. Hann spilaði sinn fyrsta keppnisleik með varaliðinu um síðustu helgi, en varaliðið leikur í C-deildinni á Spáni.

Bróðir hans, Daníel Tristan, er einnig á mála hjá Real Madrid. Sveinn Aron, eldri bróðir hans, spilar með Elfsborg í Svíþjóð og faðir hans er auðvitað Eiður Smári, aðstoðarþjálfari landsliðsins og einn besti fótboltamaður í sögu þjóðarinnar.

Andri var á lista yfir efnilegustu leikmenn í heimi 2019 en hann lenti í erfiðum meiðslum í fyrra og hefur verið að stíga upp úr þeim síðustu vikur og mánuði.

„Andri Lucas er einn af okkar efnilegustu leikmönnum. Hann er byrjaður að spila með varaliði Real Madrid sem spilar í deildarkeppni á Spáni. Það er alvöru fullorðinsfótbolti. Hann meiddist fyrir ári síðan en er búinn að taka heilt undirbúningstímabil með Real Madrid, búinn að spila mikið á undirbúningstímabilinu," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi þegar hann var spurður út í Andra Lucas.

Landsliðið æfði saman í gær og mætti Hafliði Breiðfjörð með myndavélina. Hann tók nokkrar myndir af Guðjohnsen-feðgunum á æfingunni. Myndirnar má sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner