Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fim 01. september 2022 17:44
Ívan Guðjón Baldursson
Bournemouth reynir að fá Redmond

Bournemouth er að reyna að krækja í Nathan Redmond kantmann Southampton á frjálsri sölu.


Hinn 28 ára gamli Redmond á aðeins eitt ár eftir af samningi og gæti Southampton því haldið honum innan sinna raða.

Redmond, sem þótti gífurlega mikið efni á sínum tíma og var lykilmaður í U21 landsliði Englands, skoraði 30 mörk í 231 leik á sex árum hjá Southampton auk þess að gefa 27 stoðsendingar. 

Síðustu tvö tímabil hefur hann aðeins skorað sjö mörk í 65 leikjum og er aðeins búinn að spila eina mínútu á nýju tímabili.


Athugasemdir