Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 02. mars 2020 14:38
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Svona er ótímabæra spáin fyrir 1. deild karla
Fer Keflavík upp í sumar?
Fer Keflavík upp í sumar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn var opinberuð ótímabær spá fyrir 1. deild karla.

Baldvin Már Borgarsson, séfræðingur um deildina, setti saman spá og þeir Elvar Geir og Tómas Þór fóru yfir hana og sögðu sína skoðun.

ÍBV vinnur deildina samkvæmt spánni en Keflavík mun fylgja upp í Pepsi Max-deildina ef hún rætist. Magna og Leikni Fáskrúðsfirði var spáð niður.

1. ÍBV
2. Keflavík
3. Grindavík
4. Fram
5. Leiknir R.
6. Þór
7. Vestri
8. Víkingur Ó
9. Afturelding
10. Þróttur R.
11. Leiknir F.
12. Magni

Hlustaðu á umræðuna í spilaranum hér að neðan eða í gegnum Podcast forrit.
Ótímabæra 1. deildarspáin og fréttir vikunnar
Athugasemdir
banner