Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 03. janúar 2021 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Benjamin Mendy hélt gamlárspartý
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Benjamin Mendy bakvörður Manchester City er búinn að bætast við hóp úrvalsdeildarleikmanna sem hafa brotið samkomureglur í miðjum Covid faraldrinum.

Mendy hélt veislu heima hjá sér á gamlárskvöld en fólk á Englandi má ekki heimsækja annað fólk vegna strangra samkomureglna sem voru sett á eftir að þriðja bylgjan skall á.

Mendy er búinn að viðurkenna að kokkur og tveir vinir kærustu hans hafi verið viðstaddir hátíðarhöldin á gamlárskvöldi. Það virðist hafa verið gaman í veislunni ef marka má viðtal við nágranna Mendy í The Sun.

„Það komu mikil læti úr húsinu og það heyrðist hátt og snjallt í stelpum sem voru að skemmta sér," sagði nágranninn.

Talsmaður Mendy ræddi einnig við Sun: „Benjamin og kærasta hans leyfðu kokki og tveimur vinum kærustunnar að vera viðstödd heimili þeirra fyrir kvöldmatarboð á gamlárskvöldi.

„Ben samþykkir að þetta er brot á samkomureglum. Hann er miður sín fyrir að hafa gert þessi mistök og er búinn að taka Covid próf."


Manchester City hefur hafið rannsókn á málinu en ljóst er að Mendy mun fá rækilegar skammir fyrir þetta uppátæki.

Mendy er ekki fyrsti úrvalsdeildarleikmaðurinn til að vera gripinn við að brjóta samkomureglur. Leikmenn Tottenham, West Ham, Crystal Palace og Fulham hafa allir verið gripnir við að brjóta samkomureglur yfir hátíðarnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner