Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. mars 2020 14:40
Magnús Már Einarsson
Adam Örn í Tromsö (Staðfest)
Adam Örn Arnarson.
Adam Örn Arnarson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Hægri bakvörðurinn Adam Örn Arnarson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Tromsö í Noregi. Þetta staðfesti umboðsmaður hans Cesare Marchetti í samtali við Fótbolta.net í dag.

Adam kemur til Tromsö frá Gornik Zabrze í Póllandi en hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu þar.

Adam hefur æft með Tromsö á Marbella á Spáni undanfarna daga en hann lagði upp mark gegn Viking í æfingaleik í vikunni.

Adam er 24 ára gamall og uppalinn í Blikum en hann fór ungur út til hollenska félagsins NEC Nijmegen áður en hann var fenginn til Nordsjælland. Hann spilaði með Álasundi frá 2016 til 2018 áður en hann hélt til Póllands.

Tromsö féll úr norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og er markmið liðsins að koma sér aftur upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner