Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fös 03. mars 2023 10:30
Hafliði Breiðfjörð
Hluta stúkunnar lokað í næsta leik Íslands útaf framkomu áhorfenda
Icelandair
Frá Bilino polje  leikvangnum í Zenica.
Frá Bilino polje leikvangnum í Zenica.
Mynd: Getty Images
Ísland sækir Bosníu/Hersegóvínu heim í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2024 síðar í mars. Ljóst að að stúkurnar verða ekki fullar vegna refsiaðgerða UEFA.

Leikurinn fer fram á Bilino polje leikvangnum í Zenica sem er í um klukkustundar fjarlægð frá Sarajevo 23. mars næstkomandi.

Stúkurnar þar taka alla jafna um 5500 manns en að þessu sinni má bara selja 3500 miða.

Ástæðan er framkoma stuðningsmanna Bosníu/Herzegóvínu í útileik gegn Rúmeníu í Þjóðadeildinni í september.

Stuðningsmennirnir hentu drasli inn á völlinn, kveiktu á flugeldum, hlupu inn á völlinn og voru orðljótir auk þess sem óeirðir voru î stúkunni.

UEFA sektaði knattspyrnusambandið um 12 þúsund evrur og lætur loka hluta stúkunnar á Bilino polje leikvangnum í Zenica í leiknum gegn Íslandi.

UEFA setti einnig skilyrði um að gengið yrði frá skaðabótagreiðslum til Rúmenanna vegna 39 brotinna sæta í stúkunni. Þá eru þeir einnig skyldaðir til að setja upp borða með merki UEFA sem á stendur #NoToRacism.


Athugasemdir
banner
banner