Steve Bruce hefur verið ráðinn stjóri Blackpool sem leikur í ensku C-deildinni. Hann tekur við af Neil Critchley sem var rekinn eftir að liðið tapaði tveimur fyrstu leikjunum í deildinni. Liðið er með tvö stig eftir fjórar umferðir.
Bruce er 63 ára gamall en hann var síðast stjóri WBA en var rekinn í október 2022 eftir aðeins níu mánuði í starfi.
„Ég er í skýjunum með að vera kominn aftur í fótboltann og að taka við þessu frábæra félagi," sagði Bruce.
Hann var kynntur sem nýr stjóri félagsins eftir 4-1 sigur liðsins á Crewe í bikarkeppni neðrideildanna. Bruce var orðaður við landslið Jamaíku eftir að Heimir Hallgrímsson hætti.
????? "I've come here to try and take the Club and it's supporters where they want to get back to. Hopefully, we can give them something to shout about."
— Blackpool FC (@BlackpoolFC) September 3, 2024
The first words from our new Head Coach, Steve Bruce.
???? #UTMP pic.twitter.com/Q1cxt4AhWg