Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   þri 03. október 2023 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Man Utd og Arsenal: Onana þristaður - Höjlund bestur
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Sky Sports gaf leikmönnum Manchester United og Galatasaray einkunnir eftir spennandi slag liðanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Galatasaray vann leikinn á Old Trafford gegn tíu leikmönnum Man Utd og var André Onana markvörður Rauðu djöflanna þristaður í einkunnagjöfinni.

Onana virkaði óöruggur í leiknum og gerðist sekur um herfileg mistök á lokakaflanum, í stöðunni 2-2. Hann gaf lélega sendingu sem varð til þess að Casemiro braut af sér innan vítateigs og var sendur í sturtu.

Victor Lindelöf, Sofyan Amrabat, Casemiro og Marcus Rashford fá allir 4 í einkunn frá Sky á meðan Daninn efnilegi Rasmus Höjlund var valinn besti leikmaður vallarins. Höjlund skoraði bæði mörk Man Utd í tapinu.

Í liði Galatasaray eru mörg þekkt nöfn, en miðvörðurinn Davinson Sanchez var þeirra versti maður í kvöld. Sanchez er kólumbískur miðvörður sem gekk til liðs við Galatasaray frá Tottenham í sumar.

Wilfried Zaha, Mauro Icardi og Tete fá allir 7 fyrir sinn þátt í sigrinum.

Sky gaf einnig leikmönnum einkunnir eftir 2-1 tap Arsenal á útivelli gegn Lens, þar sem Adrien Thomasson í liði Lens var valinn bestur.

Bukayo Saka fær aðeins fjóra fyrir sinn þátt en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik eftir að hafa búið til eina mark Arsenal í tapinu. Sky gaf leikmönnum Lens þó ekki einkunnir.

Man Utd: Onana (3), Dalot (5), Varane (5), Lindelof (4), Amrabat (4), Casemiro (4), Mount (6), Hannibal (5), Fernandes (6), Rashford (4), Hojlund (8).
Varamenn: Eriksen (7), Garnacho (6)

Galatasaray: Muslera (6), Boey (7), Sanchez (5), Abdulkerim (6), Angelino (6), Torreira (6), Ayhan (6), Tete (7), Akturkoglu (7), Zaha (7), Icardi (7).
Varamenn: Yilmaz (7), Oliveira (6), Mertens (6)

Arsenal: Raya (5); Tomiyasu (5); Saliba (6), Gabriel (6), Zinchenko (6); Rice (6), Odegaard (5), Havertz (5); Saka (4), Jesus (7), Trossard (6)
Varamenn: Vieira (5), Nelson (6), Smith Rowe (6), White (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner