Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 03. nóvember 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Telur að Mendy sé með gott svigrúm til að verða enn betri
Edouard Mendy.
Edouard Mendy.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, er hæstánægður með það hvernig senegalski markvörðurinn Edouard Mendy hefur farið af stað hjá félaginu.

Mendy verður í eldlínunni með Chelsea gegn Rennes, hans gamla félagi, í Meistaradeildinni annað kvöld.

„Þetta snýst um heildina en hann hefur farið virkilega var af stað með okkur. Hann hefur sýnt gæði sín og komið með sjálfstraust til leikmanna í kringum hann," segir Lampard.

Petr Cech, fyrrum markvörður Chelsea, á stóran þátt í því að Mendy var fenginn til félagsins. Cech starfar nú sem tæknilegur ráðgjafi hjá félaginu og segist hafa fylgst með Mendy í þrjú ár áður en hann var fenginn á Stamford Bridge.

„Þegar við keyptum hann þá var Petr Cech með okkur í því ferli. Við fengum upplýsingar um að hann hefði frábæran persónuleika í klefanum og það hefur reynst rétt," segir Lampard.

„Hann leggur mikið á sig og er alltaf brosandi. Ég tel að hann sé með mikið svigrúm til að verða enn betri."
Athugasemdir
banner
banner
banner