Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 05. febrúar 2020 09:42
Magnús Már Einarsson
Grealish efstur á óskalista Manchester United
Powerade
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Pogba ætlar að fara í sumar.
Pogba ætlar að fara í sumar.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru á fullri ferð að skoða hvað gæti gerst í sumar. Skoðum helsta slúður dagsins!



Paul Pogba (26) miðjumaður Manchester United hefur tilkynnt liðsfélögum sínum að hann vilji fara frá félaginu í sumar. (Manchester Evening News)

Juventus er að íhuga að reyna að fá Leroy Sane (24) frá Manchester City í sumar. Bayern Munchen hefur einnig áhuga. (Calcio Mercato)

Chelsea er tilbúið að leyfa Frank Lampard að eyða 150 milljónum punda nýja leikmenn í sumar. Moussa Dembele (23) sóknarmaður Lyon er efstur á óskalistanum. (Evening Standard)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill fá tvo nýja miðverði í sumar. Óvíst er hvort John Stones (25) fái að vera áfram hjá City. (Times)

Manchester United ætlar að setja Jack Grealish (24) miðjumann Aston Villa efstan á óskalista sinn fyrir sumarið. United hefur einnig skoðað James Maddison (23) en hann er að ganga frá nýjum samning við Leicester. (Mirror)

Atletico Madrid er að skoða Mauricio Pochettino ef Diego Simeone hættir sem þjálfari í sumar. (Telegraph)

Arsenal hefur áhuga á Orkun Kokcu (19) miðjumanni Feyenoord. (Mail)

Arsenal og Everton reyndu að kaupa varnarmanninn Gabriel Magalhaes (20) frá Lille í janúar en félögin náðu ekki samkomulagi. (Le10Sport)

Leicester og Newcastle eru tilbúin að bjóða 15 milljónir punda í Said Benrahma (24) kantmann Brentford. (Sun)

Umboðsmaður Gareth Bale (30) hefur blásið á fréttir þess efnis að Tottenham hafi lagt fram tilboð í hann í janúar. (Talksport)

Athletic Bilbao eru að skoða að fá markvörðinn Kepa Arrizabalaga (25) aftur í sínar raðir frá Chelsea. Kepa var settur á bekkinn í síðasta leik Chelsea. (Sun)

Roy Hodgson (72) gæti hætt með Crystal Palace í sumar ef hann fær ekki nýja leikmenn. (Times)

Umboðsmaður Matej Vydra (27) framherja Burnley segir að Rangers og Aston Villa hafi reynt að kaupa hann í janúar. (Sport Witness)

Markverðirnir Sergio Romero (32) og Lee Grant (37) fara væntanlega báðir frá Manchester United í sumar. (Sun)

Lee Congerton, yfirnjósnari Leicester, fylgdist með Ugurcan Cakir (23) markverði Trabzonspor í leik um helgina. (Leicester Mercury)

Bournemouth þarf að berjast fyrir því að gera nýjan samning við framherjann Joshua King (28) eftir að félagið leyfði honum ekki að fara til Manchester United í janúar. (Telegraph)

Loris Karius (26) markvörður Besiktas hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of mikið á djamminu. Karius er á láni frá Liverpool. (Star)

Manchester City er að skoða Luka Reischl (16) framherja Red Bull Salzburg. Juventus hefur líka áhuga. (Talksport)

Chelsea gæti keypt kantmanninn Jeremie Boga (23) aftur í sínar raðir frá Sassuolo í sumar en forseti ítalska félagsins segir þetta. (Goal)

West Ham ætlar að breyta stúkunni á London leikvanginum fyrir næsta tímabil og færa áhorfendur nær vellinum. (Evening Standard)

Crystal Palace gat ekki kallað norska framherjann Alexander Sorloth (24) til baka úr láni í janúar þrátt fyrir að hann hafi skorað 16 mörk í 19 leikjum í Tyrklandi á þessu tímabili. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner