![Lengjudeildin](/images/leng_150x150.png)
Haukur Andri er mjög efnilegur miðjumaður, yngri bróðir þeirra Hákonar Arnars og Tryggva Hrafns. Hann er unglingalandsliðsmaður sem kom við sögu í tveimur leikjum þegar U19 landsliðið tryggði sér sæti í lokakeppninni í sumar.
Hann á alls að baki átta leiki fyrir yngri landsliðin og 25 KSÍ leiki. Hann á eftir að skora fyrir Íslands hönd en hefur skorað þrjú fyrir ÍA. Á síðasta tímabili kom hann við sögu í fimmtán deildarleikjum með ÍA. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Tíu ungir og spennandi til að fylgjast með í Lengjudeildinni
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 1. sæti
Hann á alls að baki átta leiki fyrir yngri landsliðin og 25 KSÍ leiki. Hann á eftir að skora fyrir Íslands hönd en hefur skorað þrjú fyrir ÍA. Á síðasta tímabili kom hann við sögu í fimmtán deildarleikjum með ÍA. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Tíu ungir og spennandi til að fylgjast með í Lengjudeildinni
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 1. sæti
Fullt nafn: Haukur Andri Haraldsson
Gælunafn: Hauksari og Hauksi. Sumir vitleysingar kalla mig Bauksi
Aldur: 17
Hjúskaparstaða: lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ef ég man rétt 2021 móti Selfossi
Uppáhalds drykkur: Ískalt pepsi max klikkar aldrei
Uppáhalds matsölustaður: Galito
Hvernig bíl áttu: Á ekki en keyri um á rauðum Golf sem afi á
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Office, Steve Carell er geitin
Uppáhalds tónlistarmaður: Lil Baby og Future
Uppáhalds hlaðvarp: FM95BLÖ er top tier comedy
Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann, þegar hann tekur köttinn er ekkert annað hægt en að hlæja
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Ok, við erum í bænum. Kominn heim 19:30 frá mömmu
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KR
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Mathys Tel
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Erfitt að velja einn en Jói Kalli, Siggi Jóns, Ólafur Ingi og Jón Þór eru allir geggjaðir
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Aron Jó. Óþolandi góður í fótbolta en sé hann ekki oft láta dómarann eiga sig
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Messi
Sætasti sigurinn: 2-0 sigur gegn Ungverjum til að tryggja sæti á EM
Mestu vonbrigðin: Jafntefli við Leikni í fyrra sem gerði út um möguleika á að halda okkur uppi í Bestu
Uppáhalds lið í enska: Manchester United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Tek brósa heim Tryggva Hrafn, það væri veisla
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Daniel Ingi Jóhannesson
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Johannes Vall er bráðmyndarlegur
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Unnur Ýr Haraldsdóttir
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Jóhannes Breki er rooosalegur. Einhver þarf að stimpla hann almennilega á jörðina
Uppáhalds staður á Íslandi: Heima á Akranesi
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í 3. flokki gargaði ég óbein þegar ég sá varnarmann augljóslega skalla boltan á markmanninn. Leið eins og fábjána eftir þetta.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist með landsliðinu í handbolta og er mikill pílu aðdáandi á veturna þegar heimsmeistaramótið fer fram
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Phantom GT
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Náttúrufræði var og verður alltaf brött brekka að læra
Vandræðalegasta augnablik: Í 4. flokki var ég að hlaupa inn fyrir og fylgdist ekki með boltanum og fékk hann aftan á hausinn og lenti svo illa að höndin brákaðist
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Árna Salvar, Breka Þór og Inga Sig. Árni myndi slást við hvítháf ef hann þyrfti á mat að halda þannig hann sér um að koma mat á borðið, Breki er seigur í eldamennskunni og ætti að vera nógu klár til að búa til eld þannig hann býr til eld og eldar matinn og Ingi sér um að stemningin sé í lagi
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Æfði karate í 4 ár
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ég og Hákon Ingi höfum náð mjög vel saman, vissi ekki hversu mikill meistari þetta væri
Hverju laugstu síðast: Ég lýg aldrei
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun og hlaup án bolta eru vel þreytt dæmi
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Glazerana af hverju þeir væri ekki búnir að ráða Erik bald hag fyrir löngu. Hann er með nóg af brellum upp í erminni og tekur nokkrar dollur á næsta ári
Athugasemdir