Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Andstæðingar Íslands á EM: Belgía
Icelandair
Tessa Wullaert.
Tessa Wullaert.
Mynd: Getty Images
Reynsluboltinn í vörninni Davina Philtjens.
Reynsluboltinn í vörninni Davina Philtjens.
Mynd: Getty Images
Tine De Caigny er sterkur sóknarmaður.
Tine De Caigny er sterkur sóknarmaður.
Mynd: Getty Images
Leikur Íslands og Belgíu fer fram á Akademíuvellinum í Manchester.
Leikur Íslands og Belgíu fer fram á Akademíuvellinum í Manchester.
Mynd: Getty Images
Ísland hefur leik á EM eftir fimm daga er þær mæta Belgíu á Akademíuvellinum í Manchester.

Belgía er fyrsti leikur og verður það alls ekki auðvelt verkefni. Þær eru 19. sæti á heimslista FIFA, aðeins tveimur sætum neðan en við Íslendingar.

Það hefur verið uppgangur í kvennaboltanum í Belgíu síðastliðin tíu ár eða svo. Belgía komist tvisvar inn á stórmót; á EM 2017 og svo núna. Á EM tókst þeim að leggja Noreg en þær töpuðu gegn Danmörku og Hollandi og féllu úr leik.

Þróun frá síðasta móti: Voru 23 á heimslista á síðasta móti en eru 19 núna.

Hvernig komust þær á mótið?
Belgíu tókst að vinna erfiðan riðil þar sem þær lentu fyrir ofan Sviss, með tveimur stigum meira. Í þriðja sæti riðilsins var Rúmenía með tólf stig.

Belgía vann sjö leiki og tapaði einum. Þær enduðu með 21 stig og markatöluna 37-5.

Þær eru núna að taka þátt í undankeppni HM og eru í öðru sæti í sínum riðli þessa stundina með þremur stigum minna en Noregur.

Lykilmenn liðsins
Þegar litið er yfir leikmannahóp Belgíu, þá sést að flestir leikmenn liðsins spila í heimalandinu með annað hvort Anderlecht eða Leuven.

Lykilmenn liðsins spila þó fyrir utan heimalandið og þar ber helst að nefna Tessu Wullaert, sem er fyrrum leikmaður Manchester City og Wolfsburg. Hún er núna á mála hjá Fortuna Sittard í Hollandi, en hún er markahæst í sögu belgíska landsliðsins með 67 mörk í 109 landsleikjum.

Janice Cayman er leikjahæst í sögu Belgíu, en hún er 33 ára gömul og spilar með stórliðinu Lyon í Frakklandi. Hún getur spilað á miðju sem og í sókn.

Einnig er hægt að nefna hér Tine De Caigny, 25 ára gamlan framherja sem leikur með Hoffenheim í Þýskalandi. Glódís Perla Viggósdóttir talaði um hana á dögunum sem sterkan leikmann sem erfitt er að kljást við.

Belgarnir eru sterkir framarlega á vellinum og varnarmenn okkar þurfa að vera á tánum.

Þjálfarinn
Þjálfarinn heitir Ives Serneels og er hann 49 ára gamall. Hann hefur þjálfað liðið í gegnum alla þessa uppbyggingu frá 2011 og þekkir alla leikmennina gríðarlega vel.

Hvernig er okkar möguleiki?
Þetta er svona 60/40 Íslandi í hag, en þetta verður hörkuleikur eflaust. Eftir erfið ár þá hefur mikið púður verið lagt í belgíska kvennaboltann undanfarin ár og árangurinn er eftir því. Þær hafa lagt mikið kapp á að undirbúa sig fyrir mótið og eru búnar að spila fjóra æfingaleiki upp á síðkastið. Þær eru búnar að vinna tvo og tapa svo gegn Englandi og Austurríki. Hópurinn kom saman fyrir löngu og þær hafa það fram yfir Ísland.

Leikurinn gegn Belgíu kemur til með að skipta miklu máli fyrir Ísland. Þetta er sá leikur fyrir fram sem við eigum mestan möguleika á því að vinna.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
banner
banner