mið 05. október 2022 14:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úlfarnir búnir að setja Lopetegui efstan á óskalista sinn
Julen Lopetegui.
Julen Lopetegui.
Mynd: Getty Images
Julen Lopetegui er sá stjóri sem Úlfarnir vilja helst ráða til að taka við af Bruno Lage.

Þetta kemur fram hjá Sky Sports í dag.

Lage var rekinn frá Wolves síðasta sunnudag eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Lage hafði gegnt starfinu í 15 mánuði þegar hann var látinn taka pokann sinn.

Steve Davis og James Collins munu stýra Úlfunum gegn Chelsea á laugardag á meðan félagið er í stjóraleit.

Í þessari stjóraleit, þá er Lopetegui efstur á óskalistanum. Talið er að hinn 56 ára gamli Lopetegui muni fá sparkið eftir leik Sevilla gegn Borussia Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld.

Sevilla er í 17. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar eftir sjö leiki og hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu eftir að hafa endað í fjórða sæti á síðustu leiktíð.

Lopetegui hefur stýrt Sevilla frá 2019 en þar á undan stýrði hann meðal annars spænska landsliðinu og Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner