Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 05. desember 2021 19:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salah: Í höndum stjórnarinnar sem verður að leysa málið
Salah er magnaður leikmaður.
Salah er magnaður leikmaður.
Mynd: EPA
Mohamed Salah hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Liverpool og það er að vekja áhyggjur á meðal stuðningsmanna liðsins.

Salah, sem er einn besti fótboltamaður í heimi, verður samningslaus eftir næstu leiktíð og hafa viðræður við hann ekki enn skilað neinu.

Egyptinn hefur talað um að hann vilji klára ferilinn með Liverpool, en félagið verður að koma til móts við kröfur hans. Salah vill að laun sín verði hækkuð.

„Ég vil vera áfram í Liverpool. En þetta er í höndum stjórnar félagsins og þeir verða að leysa málið," sagði Salah.

„Við verðum að ná samkomulagi um samninginn. Það er í þeirra höndum."

Salah hefur verið orðaður við Barcelona og segist hann glaður með þær sögur, en hann sé samt sem áður ánægður í Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner