Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 07. júní 2022 09:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír Blikar og Júlíus kallaðir í landsliðið
Jason Daði gæti spilað sinn fyrsta landsleik.
Jason Daði gæti spilað sinn fyrsta landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenska karlalandsliðið á eftir tvo leiki í landsliðsverkefninu sem nú er í gangi. Framundan er vináttuleikur gegn San Marínó ytra á fimmtudag og var rétt í þessu tilkynnt um breytingar á hópnum.

Jason Daði Svanþórsson, Damir Muminovic og Höskuldur Gunnlaugsson, sem allir eru leikmenn Breiðabliks, hafa verið kallaðir inn í hópinn sem og Júlíus Magnússon fyrirliði Víkings.

Birkir Bjarnason, Hörður Björgvin Magnússon og Alfons Sampsted fara ekki með liðinu til San Marínó.

Þá færist Bjarki Steinn Bjarkason í U21 landsliðið. Landslagið hjá U21 breyttist í gær þegar Kýpur vann Grikkland í riðli Íslands og vonin um að fara í lokakeppni jókst til muna.

Síðasti leikur A-landsliðsins í þessu verkefni er svo heimaleikur í Þjóðadeildinni gegn Ísrael næsta mánudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner