Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   þri 07. júlí 2020 07:00
Aksentije Milisic
Grealish svarar gagnrýni frá Souness
Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, hefur svarað fyrir sig eftir að Graeme Souness gagnrýndi leikmanninn um liðna helgi.

Souness var spurður að því hvort honum fyndist Grealish vera góður leikmaður. Hann svaraði einfaldlega: „Ekki viss."

„Ef ég væri leikmaður, þá myndi ég ekki vilja vera sá leikmaður sem oftast er brotið á. Það þýðir að ég sé að hanga of lengi á knettinum," sagði Souness um Grealish.

„Það þýðir að ég sé ekki nægilega vel hvað er að gerast á vellinum. Ég tek of margar snertingar þegar ég þarf þess ekki. Ég er ekki sannfærður um Grealish ennþá," hélt Souness áfram.

Grealish fór á samskiptamiðla og skrifaði: „Get ekki þóknast öllum." Þar svaraði hann færslu á Twitter sem sýnir að hann sé í öðru sæti yfir mest sköpuð færi í deildinni.




Athugasemdir
banner