Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 22:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeild kvenna: Þrjú mörk á loka andartökunum
Kvenaboltinn
HK vann dramatískan sigur
HK vann dramatískan sigur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Maya Neal bjargaði stigi fyrir KR
Maya Neal bjargaði stigi fyrir KR
Mynd: KR
2. umferð Lengjudeildar kvenna lauk í kvöld með fjórum leikjum.

Keflavík fékk KR í heimsókn. Keflavík tapaði gegn Haukum í fyrstu umferð en KR lagði Aftureldingu.

Keflavík byrjaði leikinn betur en Emma Kelsey Starr kom liðinu yfir þegar hún skoraði eftir fyrirgjöf frá Mia Angelique Ramirez. Olivia Madeline Simmons bætti öðru markinu við eftir hornspyrnu.

Stuttu síðar varð Marín Rún Guðmundsdóttir fyrir því óláni að skora sjálfsmark og minnka muninn fyrir KR. Það var síðan Maya Camille Neal sem tryggði KR stig þegar hún skoraði á síðustu andartökum leiksins.

Það var einnig dramatík í Árbæ þar sem Fylkir fékk Grindavík/Njarðvík í heimsókn. Tinna Hrönn Einarsdóttir kom Grindavík/Njarðvík yfir snemma leiks.

Fylkir svaraði með tveimur mörkum áður en flautað var til hálfleiks. Emma Nicole Philips jafnaði metin snemma í seinni hálfleik en Eva Stefánsdóttir tryggði Fylki dramatískan sigur.

ÍA nældi í sinn fyrsta sigur þegar liðið lagði Aftureldingu sem er án stiga og HK vann dramatískan sigur á Haukum.

Keflavík 2 - 2 KR
1-0 Emma Kelsey Starr ('23 )
2-0 Olivia Madeline Simmons ('71 )
2-1 Marín Rún Guðmundsdóttir ('77 , sjálfsmark)
2-2 Maya Camille Neal ('94 )
Lestu um leikinn

Fylkir 3 - 2 Grindavík/Njarðvík
0-1 Tinna Hrönn Einarsdóttir ('7 )
1-1 Bergdís Fanney Einarsdóttir ('34 , Mark úr víti)
2-1 Marija Radojicic ('36 )
2-2 Emma Nicole Phillips ('50 )
3-2 Eva Stefánsdóttir ('90 )

ÍA 2 - 0 Afturelding
1-0 Elizabeth Bueckers ('15 )
2-0 Erna Björt Elíasdóttir ('44 )

HK 1 - 0 Haukar
1-0 Elísa Birta Káradóttir ('90 , Mark úr víti)
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fylkir 2 2 0 0 6 - 3 +3 6
2.    HK 2 2 0 0 3 - 1 +2 6
3.    KR 2 1 1 0 5 - 3 +2 4
4.    ÍBV 2 1 0 1 6 - 3 +3 3
5.    Grindavík/Njarðvík 2 1 0 1 4 - 4 0 3
6.    ÍA 2 1 0 1 3 - 3 0 3
7.    Haukar 2 1 0 1 2 - 2 0 3
8.    Keflavík 2 0 1 1 3 - 4 -1 1
9.    Afturelding 2 0 0 2 1 - 5 -4 0
10.    Grótta 2 0 0 2 2 - 7 -5 0
Athugasemdir
banner
banner
banner