Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   fim 08. júní 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrstur til að vinna fimm keppnir á vegum Evrópusambandsins
Emerson í baráttunni í leiknum
Emerson í baráttunni í leiknum
Mynd: EPA

Emerson bakvörður West Ham er fyrstur til að vinna allar keppnirnar á vegum Evrópusambandsins eftir að hafa unnið Sambandsdeildina með liðinu í gær.


Þessi 28 ára gamli ítalski bakvörður gekk til liðs við West Ham frá Chelsea síðasta sumar. Hann kom við sögu í 34 leikjum á þessari leiktíð, þar af átta í Sambandsdeildinni.

Hann vann Meistaradeildina, Evrópudeildina og Evrópska ofurbikarinn með Chelsea. Þá varð hann Evrópumeistari með ítalska landsliðinu árið 2020.

Eina keppnin sem hann á eftir að vinna er Þjóðadeildin en Ítalía var í þriðja sæti árið 2021.


Athugasemdir
banner
banner
banner