Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. júlí 2021 13:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kvartað yfir arftaka Óla Kristjáns - Sagður mikill harðstjóri
Ísak Óli Ólafsson og markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson.
Ísak Óli Ólafsson og markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það birtst áhugaverð frétt í dönskum fjölmiðlum í dag sem snýr að Íslendingaliði Esbjerg.

Samkvæmt greinum hjá Bold og BT þá eru leikmenn Esbjerg sagðir ósáttir við nýjan þjálfara liðsins.

Peter Hyballa, 45 ára gamall Þjóðverji, tók við Esbjerg af Ólafi Kristjánssyni fyrir um mánuði síðan.

Það er sagt að Hyballa refsi leikmönnum andlega og líkamlega, ef þeir gera eitthvað rangt. Fram kemur að hann hafi gripið í leikmenn og sagt við þá: „Þú ert með stærri brjóst en konan þín."

Þegar leikmenn mótmæla honum, þá segir hann: „Hver í fjandanum heldurðu að þú sért? Taktu 20 armbeygjur."

Málið er víst það alvarlegt að Leikmannasamtök Danmerkur eru komin inn í það. Það á að funda um stöðuna í dag.

Andri Rúnar Bjarnason og Ísak Óli Ólafsson eru á mála hjá Esbjerg.
Athugasemdir
banner
banner
banner