
Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, var gestur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær. Hjörvar Hafliðason stýrði þættinum og Hörður Magnússon var með í þættinum.
Kjartan tjáði sig um Jón Dag Þorsteinsson, leikmann AGF og íslenska landsliðsins. Kjartan lék í Danmörku um árabil, nú síðast með Esbjerg fyrri hluta árs.
Kjartan tjáði sig um Jón Dag Þorsteinsson, leikmann AGF og íslenska landsliðsins. Kjartan lék í Danmörku um árabil, nú síðast með Esbjerg fyrri hluta árs.
„Ég hef séð mikið af honum í Danmörku. Ég fíla hann í tætlur, attitjúdið í honum, með frábærar fyrirgjafir, frábær skot, les leikinn vel og ég er viss um að hann eigi eftir að ná langt ef hann heldur sér heilum," sagði Kjartan.
„Ég er ekki hissa á því (að Kjartan sé hrifinn af honum)," sagði Hörður og skaut inn að Jón Dagur tekur alltaf 'steamið' á markið.
Í þættinum kemur fram að meðlimir þáttarins vilji sjá Jón Dag í byrjunarliðinu í kvöld þegar Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli.
Höddi Magg og Kjartan Henry ræddu risaleik Íslands og Þýskalands á morgun. Afhverju er þetta allt svona auðvelt fyrir Dani um þessar mundir. Hvernig dettur Rasmus Ankersen í hug að ráða Bo Henriksen? Er Iron Mike peningana virði.https://t.co/dg2S93udMi
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) September 7, 2021
Athugasemdir