Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fim 08. desember 2022 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Fótbolta.net mótið hættir - Vinsælt mót í 12 ár
24 lið tóku þátt í mótinu árlega
Fótbolta.net mótinu hefur verið hætt.
Fótbolta.net mótinu hefur verið hætt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Veigar Páll Gunnarsson hampar sigurlaununum með Stjörnunni árið 2014.  Sama ár varð Stjarnan Íslandsmeistari.
Veigar Páll Gunnarsson hampar sigurlaununum með Stjörnunni árið 2014. Sama ár varð Stjarnan Íslandsmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fótbolta.net mótinu hefur verið hætt eftir 12 farsæl ár. 24 lið tóku þátt í mótinu árlega undanfarin ár.


Ástæða þess að mótið hættir er að Félag deildardómara vildi ekki taka að sér umsjón og utanumhald um dómgæslu á mótinu eins og félagið hafði gert frá upphafi. Sú samþykkt var borin undir félagsfund dómara. Þar sem fótboltaleikir fara ekki fram án dómara var ljóst að ekki yrði hægt að halda mótinu áfram og félögunum því tilkynnt um að mótinu hafi verið hætt.

Magnús Már Einarsson fyrrverandi ritstjóri Fótbolta.net var hugmyndasmiðurinn að Fótbolta.net mótinu sem hóf göngu sína í janúar árið 2011 og lagði gríðarlega vinnu að baki öll árin.

Mótið var hugsað sem lausn fyrir karlalið utan Reykjavíkur sem ekki höfðu þátttökurétt í Reykjavíkurmótinu en ekkert mót var fyrir karlaliðin utan Reykjavíkur á sama tíma og Reykjavíkurmótið fór fram í janúar.

Leikið var í þremur 8 liða deildum og mörg af bestu liðum landsins tóku þátt árlega.

Fótbolta.net mótið var vinsælt hjá öllum sem að því komu því það einfaldaði þjálfurum mikið að geta nýtt sér að skoða leikmenn sem ekki höfðu fengið leikheimild í kerfi KSÍ sem er mikilvægt á þessum árstíma meðan verið er að skoða leikmenn.

Fótbolti.net vill þakka félögunum sem tóku þátt í gegnum árum, starfsmönnum og sjálfboðaliðum þeirra, leikmönnum, dómurum, fjölmiðlafólki og öðrum sem komu að mótinu með einum eða öðrum hætti.

Sigurvegarar Fótbolta.net mótsins frá upphafi:
2011: Keflavík
2012: Breiðablik
2013: Breiðablik
2014: Stjarnan
2015: Breiðablik
2016: ÍBV
2017: FH
2018: Stjarnan
2019: Breiðablik
2020: ÍA
2021: Breiðablik
2022: Stjarnan


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner